Fjölsóttur fundur um atvinnumál í Grindavík

  • Fréttir
  • 24. apríl 2024

Bæjarstjórn Grindavíkur boðaði fyrirtækjaeigendur til fundar í Kvikunni í Grindavík í gær 
þriðjudaginn 23. apríl. Um 100 manns voru á fundinum sem stóð í um tvo tíma.
Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fundinn og fór svo yfir áherslur 
bæjarstjórnar í atvinnumálum nú þegar tekist er á við náttúruhamfarir. Á vegum bæjarins 
hefur verið unnið að ýmsum verkefnum en áhersla fyrst og fremst á að viðhalda 
innviðum og aðgengi að bænum. Mikilvægt er að halda rekstri fyrirtækja í sveitarfélaginu 
í gangi til að þau verði til staðar þegar fólk flytur aftur í bæinn. Þá þarf að vera þar öflugt 
atvinnulíf. Staða fyrirtækja í Grindavík er afar mismunandi. Leggja þarf áherslu á að 
lausnir mæti mismunandi þörfum.                                                                                                                                                                                                  
Jón Haukur Steingrímsson verkfræðingur sagði frá áskorunum varðandi aðgengi að 
bænum. Sprungur og holrými væru víða. Búið er að mynda þær og verið að skipuleggja 
aðgerðir. Mikilvægt er að byrja sem fyrst á aðgerðum en þó taka tillit til þess að hamfarir 
eru enn í gangi og jarðskorpan því á hreyfingu. Það þarf að vera fært um göturnar og að 
veitukerfin virki til að reka atvinnustarfsemi í bænum. Síðar kemur að því að laga opin 
svæði og annað sem þarf til að íbúar geti lifað eðlilegu lífi. Umfangsmikið verkefni og 
getur tekið langan tíma. Seigla er mikilvæg bæði fyrir samfélagið og innviðina.
Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og formaður starfshóps 
ráðuneyta um málefni atvinnulífs í Grindavík fór yfir verkefni hópsins. Sagði hann mjög 
gott samráð hafa verið við Grindavíkurbæ, stofnanir og fyrirtæki í bænum, bæði stór og 
smá. Ljóst er að forsendur og staða fyrirtækja er ólík. Sum geta starfað í Grindavík á 
meðan önnur geta það ekki. Mikilvægt er að taka ákvörðun um hvort gildistími úrræða til 
stuðnings fyrirtækja verði framlengdur. Verið er að vinna með ýmsar hugmyndir í 
starfshópnum. Flutnings- eða aðlögunarstyrkir til að skapa verðmæti annars staðar er 
eitt dæmi, með von um að þau fyrirtæki vilji koma aftur til Grindavíkur síðar.                                                                                                                          
Starfshópurinn ráðgerir að skila af sér til ráðherranefndar tillögum sínum 14. maí nk. Þá 
gefst svigrúm til að klára nauðsynlega lagasetningu fyrir lok þings í vor.
Björgvin Ingi Ólafsson ráðgjafi hjá Deloitte sagði frá kostnaðar- og ábatagreiningu vegna 
innviða og atvinnulífs í Grindavík. Verið er að ganga frá lokaskýrslu og mun ríkisstjórnin 
fá kynningu á henni. Deloitte mun svo áfram vera stjórnvöldum til ráðgjafar á næstunni á 
meðan tillögugerð er mótuð.                                                                                                                                                                                                        
Að loknum framsöguerindum og kynningum var orðið laust og annaðist Fannar Jónasson 
bæjarstjóri fundarstjórn. Margir tóku til máls. Á meðal sjónarmiða sem komu fram var:
• Mikilvægi þess að auka framboð þjónustu í bænum og gera þannig fleiri 
fyrirtækjum kleift að starfa og fleirum að búa í bænum.
• Mikilvægi þess að opna frekar fyrir umferð í bænum til að gera ferðaþjónustu 
kleift að koma starfsemi af stað.
• Bæta megi upplýsingastreymi til fyrirtækja.
• Fyrirtæki og fjárhagur þeirra er mjög erfiður og óvíst um að mörg þeirra lifi af 
frekari tafir á að opna starfsemi.
• Fyrirtæki sem ekki geta verið með starfsemi í bænum við núverandi 
kringumstæður kalla eftir uppkaupum ríkisins á eignum.
• Auka verður kraft í jarðvegsrannsóknum og kynningu á niðurstöðum þess. 
Mikilvægt að sem fyrst verði hafist handa um framkvæmdir til að auka öryggi í 
bænum.
• Bæjarstjórn þarf að vera sýnilegri í Grindavík.
• Staða ferðaþjónustufyrirtækja er erfið og rekstrargrundvöllur mjög hæpin. 
Bókanir væru jafnan með miklum fyrirvara og því ómögulegt að opna án þess að 
það ætti sér meiri aðdraganda en núverandi kringumstæður leyfa.
• Lögaðilar eiga íbúðarhúsnæði og íbúðarhúsnæði í byggingu. Það væri líka 
atvinnurekstur sem þyrfti að finna lausnir fyrir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 13. janúar 2025

Grindavíkursögur í Kvikunni

Fréttir / 13. janúar 2025

Seljabót lokađ 14. janúar

Fréttir / 30. desember 2024

Gámaplaniđ lokađ frá og međ 5. janúar

Fréttir / 19. desember 2024

Bjartsýnn á framtíđ bćjarins

Fréttir / 19. desember 2024

Messa í Grindavíkurkirkju á ađfangadag

Fréttir / 17. desember 2024

Ćvisaga Edda í Hópsnesi komin út

Fréttir / 8. desember 2024

Samverustundir 8.-13. desember

Fréttir / 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Tónlistaskólafréttir / 4. desember 2024

Jólatónleikar 7. desember 2024

Fréttir / 3. desember 2024

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík