Starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Sveitamennt og Ríkismennt, eru fræðslusjóðir allra þeirra sem eru meðal félagsfólks í Verkalýðsfélagi Grindavíkur.
Sjóðirnir í samstarfi við verkalýðsfélagið og ýmsa atvinnurekendur í Grindavík, hafa ákveðið að bjóða upp á viðburð sem við köllum „Höfum gleðina með!“
Um er að ræða tvö skipti:
4. apríl í Reykjavík kl. 18:00 – 19:00 í húsnæði VR í Kringlunni 7 (9.hæð)
10. apríl í Keflavík kl. 18:00-19:00 í húsnæði Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, Krossmóum 4, Reykjanesbæ.
Við fáum Örn Árnason, leikara og fræðslufyrirtækið Gerum betur ehf. í lið með okkur og er tilgangurinn að stíga út fyrir raunveruleikann og hafa gaman saman.
Takið börnin með því Wally og Sól frá Sirkus Íslands verða á svæðinu með dagskrá fyrir þau
Boðið verður upp á pizzur fyrir alla, gos og aðra drykki. Einnig verður heitt kaffi á könnunni og te.