Fundur 561

  • Bćjarstjórn
  • 27. mars 2024

561. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í Tollhúsinu við Tryggvagötu, þriðjudaginn 26. mars 2024 og hófst hann kl. 10:00.
Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.

Einnig sat fundinn: Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Í upphafi fundar óskaði forseti eftir heimild til að taka inn tvö mál á dagskrá með afbrigðum sem 4. og 5. mál: Niðurrif húsa undir hrauni - 2402032 Jarðkönnun í Grindavík vegna náttúruhamfara - 2402008 Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:
1. Fræðslumál Grindavíkurbæjar - safnskólar - 2402054
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Jóhanna Lilja Birgisdóttir yfirsálfræðingur sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Enn fremur sátu Auður Magndísar Auðardóttir lektor og Karen Rut Gísladóttir prófessor fundinn undir þessum dagskrárlið. Þær lögðu fram greinargerð um börn, félagslegar þarfir og skólagöngu í kjölfar náttúruhamfara og fylgdu greinargerðinni eftir og svöruðu fyrirspurnum.

Til máls tóku: Ásrún, Jóhanna Lilja, Hallfríður, Helga Dís, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, bæjarstjóri, Birgitta Hrund, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og Birgitta Rán.

Forseti gerði fundarhlé kl. 10:55. Fundur hófst að nýju kl. 11:42.

Bókun: Bæjarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að þær ákvarðanir sem verða teknar á næstu misserum verði í samræmi við það sem grindvískum börnum er fyrir bestu. Á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur sátu auk kjörinna fulltrúa, sviðsstjórar, starfsmenn skólaþjónustu ásamt þeim fagaðilum sem skiluðu greinagerð um safnskóla. Eftir umræður og innihald greinagerðar er ljóst að starf safnskóla er ekki ákjósanlegur kostur.

Fyrir liggur að bæjarstjórn þurfi að taka ákvörðun um skólastarf næsta árs og verður ákvörðunin tekin með farsæld barna að leiðarljósi. Greinagerðin segir að niðurstöður rannsókna tilgreina að nám í hverfisskóla nálægt heimili fjölskyldunnar getur flýtt fyrir að barnið og fjölskyldan myndi jákvæð tengsl við þann stað sem þau búa á. Slík tengsl fyrir börn sem hafa þurft að flýja heimili sín getur gert aðskilnaðinn frá heimahögum bærilegri en ella. Bæjarstjórn þakkar starfsmönnum skólaþjónustu og safnskóla Grindavíkurbæjar sem sjálfir hafa lent í náttúruhamförum og áföllum þeim tengdum fyrir þrekvirki sem þau hafa unnið í þágu grindvískra barna á þessum fordæmalausu tímum. Bæjarstjórn mun óska eftir fundi með barna- og menntamálaráðuneytinu, stjórnendum grunnskólans og skólaþjónustu auk annarra lykilstarfsmanna til að vinna málið áfram.
 

2.Náttúruvá - Hagtölur Grindavíkurbæjar - 2403176
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Karl Björnsson ráðgjafi kynnti framsetningu gagnagrunns vegna hagtalna og fleiri upplýsinga sem nýtast mun Grindavíkurbæ.

Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Rán, Hjálmar, bæjarstjóri, Birgitta Hrund, Helga Dís og Hallfríður.

3.Jarðskjálftar, landris og eldgos í Grindavík 2024 - 2401118
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Helga Dís, Hjálmar, Birgitta Rán, Birgitta Hrund, bæjarstjóri og Hallfríður.

Kynnt var framvinda við gerð varnargarða og möguleg lega á Suðurstrandarvegi norðar þéttbýlisins.

4. Niðurrif húsa undir hrauni - 2402032
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, bæjarstjóri, Hjálmar, Hallfríður, Birgitta Rán og Birgitta Hrund.

Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að vinna málið áfram.

5. Jarðkönnun í Grindavík vegna náttúruhamfara - 2402008
Sviðsstjóri sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Hjálmar, Birgitta Rán, Birgitta Hrund, Gunnar Már og bæjarstjóri.
Bæjarstjórn samþykkir að setja jarðskönnun á golfvellinum í Fasa 2. Bæjarstjórn leggur áherslu á að sem fyrst verði hafist handa við gatnaviðgerðir á gatnamótum Víkurbrautar og Dalbrautar.

Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að vinna málið áfram í samstarfi við almannavarnir.

6. Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
Fundargerð 943. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 9. febrúar 2024 lögð fram til kynningar.

Til máls tók: Ásrún.

7. Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
Fundargerð 944. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 23. febrúar 2024 lögð fram til kynningar.

Til máls tók: Ásrún.

8. Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
Fundargerð 945. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28. febrúar 2024 lögð fram til kynningar.

Til máls tók: Ásrún.

9. Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
Fundargerð 946. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 15. mars 2024 lögð fram til kynningar.

Til máls tók: Ásrún.

10. Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2024 - 2403177
Fundargerð 556. fundar Kölku dags. 19. mars 2024 lögð fram til kynningar.

Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Hjálmar, Helga Dís, Birgitta Hrund,

11.Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2024 - 2403181
Fundargerð 309. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 7. febrúar 2024 lögð fram til kynningar.

Til máls tóku: Ásrún og Birgitta Hrund.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:25.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 24. september 2024

Fundur 577

Bćjarráđ / 10. september 2024

Fundur 1665

Bćjarráđ / 3. september 2024

Fundur 1664

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2024

Fundur 576

Bćjarstjórn / 21. ágúst 2024

Fundur 575

Bćjarráđ / 14. ágúst 2024

Fundur 1663

Bćjarstjórn / 23. júlí 2024

Fundur 574

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Nýjustu fréttir

Miđvikudagskaffi í Kvikunni

  • Fréttir
  • 8. október 2024

Lokasorphirđa á morgun 4 .október

  • Fréttir
  • 3. október 2024

Fastanefndum fćkkađ úr 5 í 2

  • Fréttir
  • 1. október 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

  • Fréttir
  • 27. september 2024

Para- og fjölskylduráđgjöf

  • Fréttir
  • 26. september 2024

Vel sótt kaffispjall međ Grindavíkurnefnd

  • Fréttir
  • 25. september 2024