Áhleyping á svæði 16 og 17 gekk vel í gær og eru nú húseignir innan Þórkötlustaðahverfis í svæði 17 og við Bakkalág ( svæði 16) komnar með kalt vatn, nú geta eigendur þessara húsa tekið ákvörðun um það hvort þau hleypi köldu vatni inn á húsið eða ekki, mikilvægt er að eigendur hafi þau atriði í huga sem farið er yfir og hér á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Ákvörðun um að opna fyrir inntaksloka og hleypa köldu vatni inn á fasteign er á ábyrgð fasteignaeiganda. HS veitur og píparasveitin komu einnig heitu vatni á Þórkötlustaðarhverfið.
Í dag verður köldu vatni hleypt á svæði 4,5 og 6.