Ţór Akureyri - Grindavík: mćtum í gulu og kaupum miđa snemma

  • Félagslíf og viđburđir
  • 18. mars 2024

Á miðvikudaginn kemur, 20. mars, keppir kvennalið Grindavíkur á móti Þór Akureyri í undankeppni VÍS bikarnum í Laugardalshöll kl. 20:00. Hægt er að nálgast miðakaup í gegnum Stubb.is og kostar aðgöngumiðinn 2500 krónur. Aðeins eitt gjald er innheimt fyrir bikarleikinn. 

Til að ágóði miðakaupanna skili sér til UMFG skiptir máli að Grindvíkinga og aðrir stuðningsmenn kaupi miðana sem fyrst, eigi síðar en annað kvöld til að tryggja ágóða miðakaupanna. 

Hulda Björk Guðmundsdóttir, fyrirliði Grindavíkurliðsins og íþróttakona Grindavíkur 2023 skrifaði eftirfarandi pistil inn á stuðningssíðu Víkinganna á Facebook:

Ég og mitt lið, Meistaraflokkur kvenna Grindavíkur erum að fara spila í undanúrslitum VÍS-bikarsins næstkomandi miðvikudag í Laugardalshöllinni klukkan 20:00 gegn Þór-Akureyri. Ykkar stuðningur skiptir okkur gríðarlega miklu máli en að heyra stuðninginn frá ykkur í stúkunni gefur okkur gríðarlega mikið og ýtir undir báráttu. Þetta tímabil hefur verið virkilega krefjandi og hefur stuðningur ykkar verið ómetanlegur og ýtt okkur áfram að okkar markmiðum. Samfélag Grindavíkur hefur sýnt mikla þrautseigju og baráttu í gegnum þessa óvissutíma og erum við stoltar að fá það tækifæri að fá að spila fyrir hönd ykkar allra.

Þetta verkefni er okkur gríðarlega mikilvægt og þætti okkur vænt um að sjá stúkuna í höllinni fulla af Grindvíkingum klæddum okkar fallegu litum, gulum og bláum.

Ég hvet alla Grindvíkinga og stuðningsmenn til þess að mæta og njóta samverunar saman, fagna, gleðjast, gráta og knúsast.
 

Áfram Grindavík!
Ég trúi 💛💙


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun

Fréttir / 27. mars 2024

Kalt vatn: Stađan eftir 25. mars 2024