English below
Sunnudaginn 17. mars munu Fjallabræður stíga á stokk í Eldborgarsal Hörpu ásamt mörgu af fremsta tónlistarfólki þjóðarinnar.
Má þar m.a. nefna Röggu Gísla, Sverri Bergmann, Jóhönnu Guðrúnu, Unu Torfa, Audda, Steinda, Grindavíkudætrum og fleirum.
Þetta verða stórtónleikar og samverustund Grindvíkinga í Eldborgarsal Hörpu og er Grindvíkingum boðið á viðburðinn. Grindvíkingar geta nálgast miða á tónleikana endurgjaldslaust með því að senda póst á tonleikar@grindavik.is. Taka þarf fram í póstinum hversu marga miða hver fjölskylda mun nýta sér.
Miðar verða í kjölfarið afhent rafrænt eða afhentir hjá fulltrúa UMFG í Tollhúsinu við Tryggvagötu. Ekki verður hægt að hafa samband við Hörpu vegna miða.
Tilgangurinn er tvíþættur; að skapa samverustund en eins og staðan er núna er samfélag Grindvíkinga dreift víða um land. Og að safna fjármunum til að styðja við börn, unglinga og æskulýðsstarf í Grindavík.
Til þess að gefa ungum Grindvíkingum tækifæri til að halda áfram að hittast, styðja hvort annað og rækta vináttuna og samfélag Grindvíkinga hefur Styrktarfélag barna í Grindavík verið stofnað. Félagið er í eign og stjórn Grindvíkinga og munu ungmenni í Grindavík og þeir sem skipuleggja tómstunda-, íþrótta-, tónlistar- og æskulýðsstarf geta sótt um fjármagn frá félaginu til að fjármagna samverustundir, æfingarferðir, afþreyingu, ferðalög, mót og svo framvegis til að stuðla að því að Grindvísk umgmenni hittist, rækti vináttuna og samfélagið.
Leitað verður til fyrirtækja og einstaklinga eftir fjárframlögum en markið er sett hátt og er tilgangurinn að safna að minnssta kosti þeirri upphæð sem myndi safnast með hefðbundinni miðasölu á tónleika í Eldborgarsal Hörpu.
Allir sem koma að þessu framtaki gefa sína vinnu. Harpa gefur alla sína vinnu og veitir afnot af Eldborg ásamt ölllum þeim tækjum og tólum sem þarf án endurgjalds.
English
On Sunday, March 17, the Fjallabræður will take the stage in Eldborgarsal at Harpa, along with many of the nation's leading musicians.
Among them are Ragga Gíslia, Sverrir Bergmann, Jóhanna Guðrún, Una Torfa, Audd, Steindi, Grindavíkudætur, and many others.
These will be significant concerts and a community gathering for the people of Grindavík in Harpa's Eldborgarsal. Grindavík residents are invited to the event, and they can obtain tickets by sending an email to tonleikar@grindavik.is. The email should specify the number of tickets each family intends to use.
Tickets will be digitally delivered or can be picked up from representatives of UMFG at Tollhúsinu on Tryggvagata. Contacting Harpa regarding tickets will not be possible.
The purpose is twofold: to create a community gathering and, given the current situation where the Grindavík community is scattered across the country, to raise funds to support children, teenagers, and youth activities in Grindavík.
To provide young people in Grindavík with opportunities to continue meeting, supporting each other, nurturing friendship, and fostering the Grindavík community, the Children's Support Association in Grindavík has been established. The association is owned and operated by Grindavík residents. Young people in Grindavík and those organizing recreational, sports, musical, and youth activities can apply for financial support from the association for community gatherings, training trips, recreation, travels, competitions, and more, to contribute to Grindavík residents meeting, fostering friendship, and community building.
Efforts will be made to seek financial contributions from companies and individuals. The goal is set high, with the aim of collecting at least the amount that would be raised through traditional ticket sales for the concert at Eldborgarsal Harpa.
Everyone involved in this initiative contributes their work. Harpa provides all its services and the use of Eldborg, along with all the necessary tools and equipment, free of charge.