Húsnæðismál Grindvíkinga hafa verið þó nokkuð í umræðunni en ennþá eru um 130 fjölskyldur úr Grindavík sem enn búa við óviðunandi húsnæðisskort.
Ellen Calmon verkefnisstýra Húsnæðisteymis Grindavíkurbæjar fór í gær yfir stöðuna í Mannlega þættinum á Rás 1. Þar kemur fram að í upphafi hafi vinnan snúist um að koma fólki í bráðabirgðarskjól en nú sé verið að vinna að varanlegri lausnum í húsnæðismálunum.
Ellen og hennar teymi hefur það verk með höndum að halda utan um og aðstoða það fólk sem er húsnæðislaust.
Fyrir stuttu síðan voru niðurstöður húsnæðiskönnunar Maskínu birtar þar sem meta átti húsnæðisþörf Grindvíkinga eftir rýmingu 10. nóvember 2023. Finna má þær niðurstöður hér.
Hlusta má á viðtalið við Ellen hér.