Grindvíkingar ţurfa frekari stuđning vegna húsnćđiskaupa

  • Fréttir
  • 12. mars 2024

Nauðsynlegt að styðja betur við Grindvíkinga í húsnæðismálum vegna þeirrar erfiðu stöðu sem Grindvíkingar standa frammi fyrir nú þegar þeir þurfa að fjárfesta í fasteign utan bæjarins. Samstöðuyfirlýsing þess efnis fór á fjölmiðla í gærkvöldi en hana má lesa hér. 

Bæjarstjórn Grindavíkur, Félag eldri borgara í Grindavík, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa sent frá sér samstöðuyfirlýsingu þess efnis að frekari stuðningur við Grindvíkinga sé nauðsynlegur. Staðan er flestum gríðarlega erfið þegar þeir leita leiða til að koma sér fyrir á fasteignamarkaðnum.
 
Í yfirlýsingunni er farið þess á leit við yfirvöld að Grindvíkingar njóti sömu kjara og fyrstu kaupendur og fái helmingsafslátt af stimpilgjöldum vegna fasteignakaupa. Þá er beðið um að heimild verði veitt til nýtingar á séreignasparnaði við kaup á fasteign líkt og heimilt er fyrir fyrstu kaupendur. Að lokum biðja samstöðuaðilar um að öllum Grindvíkingum verði veitt heimild til að sækja um hlutdeildarlán líkt og fyrstu kaupendur.

Samstöðuyfirlýsing
 


Deildu ţessari frétt