Fyrirtæki sem ætla að vera með starfsemi í Grindavík ættu að setja sér öryggisreglur og útfæra öryggisáætlanir þar sem eru almennar og sértækar kröfur um öryggi vegna aðstæðna í Grindavík.
Á fjölmennum fundi sem haldinn var á Sjómannastofunni Vör 6. mars sl. var kynning á gerð öryggisáætlana. Unnið hefur verið að leiðbeiningum af Öryggi verkfræðistofu. Hér á síðunni er þetta leiðbeiningaskjal auk þeirra glæra sem Böðvar Tómasson verkfræðingur var með í erindi sínu á fundinum.
Glærur frá fyrirlestri Böðvars