Myndband: Stuđningur fyrir börn og ungmenni í Grindavík

  • Stuđningur og ráđgjöf
  • 6. mars 2024

Námskeið, sálfræðiviðtöl og fjölskylduráðgjöf stendur fjölskyldum frá Grindavík til boða. 

Fjölbreytt stuðningsúrræði standa grindvískum börnum og fjölskyldum til boða. Stuðningsúrræðin eru samvinnuverkefni þriggja ráðuneyta í stjórnarráðinu, Grindavíkurbæjar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Grindavíkurbær heldur utan um skráningu í fræðslu, viðtöl og ráðgjöf og er lagt upp með að stuðningurinn verði veittur af fagfólki í nærumhverfi barnanna.

Foreldrar geta skráð sig á fræðslunámskeið um líðan barna í náttúruvá, pantað viðtal hjá sálfræðingi eða tíma í fjölskylduráðgjöf.

Skráning fer fram hér: Þjónustugátt Grindavíkur (ibuagatt.is)

Skráið ykkur inn með rafrænum skilríkjum og fyllið út umsókn um námskeið, sálfræðiviðtal eða fjölskylduráðgjöf.

Athugið að einnig er hægt að senda póst á netfangið radgjof@grindavik.is og óska eftir stuðningi. 

Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur Grindavíkurbæjar fer yfir þau úrræði sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Grindavík í viðtali sem horfa má á hér fyrir neðan.

Fram kemur í máli Jóhönnu Lilju að dreifing barna í Grindavík sé mjög mikil en þau eru í yfir 133 skólum víðsvegar um landið.

Jóhanna segir að tilfinningar barna komi ekki eins fram og hjá fullorðnum þar sem þau eigi oft erfiaðara með að tjá tilfinningar sínar sem koma oft fram í hegðun þeirra. Sú hegðun geti verið mjög misjöfn. 

Börn geti sýnt reiði, pirring og verið órólegri önnur orðið lítil í sér og verið viðkvæm. Jafnvel orðið hændari að foreldrum sínum. 

Allir Grindvíkingar geta sent tölvupóst á netfangið radgjof@grindavik.is. Í kjölfarið er fólk aðstoðað við að sækja sér eða sínum börnum stuðning. 


Deildu ţessari frétt