556. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, þriðjudaginn 20. febrúar 2024 og hófst hann kl. 14:00.
Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson, varamaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
1. Jarðskjálftar, landris og eldgos í Grindavík 2024 - 2401118
Guðjón Bragason sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Hjálmar, Hallfríður, Gunnar Már, Guðjón, Birgitta Hrund, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta Rán og Sævar.
Farið yfir stöðu mála.
2. Samningur við innviðaráðuneyti - fjármál og rekstur Grindavíkurbæjar - 2402035
Guðjón Bragason sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Til máls tóku: Ásrún, Guðjón, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri, Hallfríður, Birgitta Rán, Gunnar Már, Hjálmar, Sævar og Birgitta Hrund.
Lögð fram drög að samningi við innviðaráðuneyti um rekstur og fjármál Grindavíkurbæjar.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
3. Frumvarp til laga um tímabundinn rekstrarstuðning vegna nattúruhamfara í Grindavíkurbæ - 2402039
Guðjón Bragason sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Til máls tóku: Ásrún, Guðjón, Gunnar Már, Hallfríður og Hjálmar.
Lögð fram umsögn atvinnuteymis Grindavíkurbæjar um frumvarpið.
Bæjarstjórn lýsir ánægju sinni með umsögnina.
4. Aflétting fyrirmæla embættis ríkislögreglustjóra um brottflutning - 2402038
Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri.
Lögð fram tilkynning ríkislögreglustjóra, dags. 18. febrúar 2024 vegna afléttingar fyrirmæla embættis ríkislögreglustjóra um brottflutning skv. 24. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008
5. Fjárhagsáætlun 2024-2027 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2307077
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hallfríður, Birgitta Hrund og bæjarstjóri.
Lögð fram áætlun um útsvarstekjur fyrir árið 2024.
6. Starfsmannastefna - 2402034
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Sævar, bæjarstóri, Hjálmar og Birgitta.
Í ljósi stöðunnar samþykkir bæjarstjórn samhljóða að fella heilsustyrk út úr starfsmannastefnu Grindavíkurbæjar og það taki gildi frá 1. janúar 2024.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:50.