English below /
Kæru Grindvíkingar
Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Frumvarpið er hluti af boðuðum aðgerðum sem miða að því að skapa forsendur fyrir öruggari framtíð fyrir Grindvíkinga og eyða þeirri óvissu sem jarðhræringarnar við Grindavík hafa valdið að undanförnu. Í greinargerð með frumvarpinu segir að aðgerðirnar snúi að því að gera Grindvíkingum kleift að koma sér upp öruggu heimili, tryggja afkomu þeirra og aðstoða þá við að bjarga verðmætum. Í frumvarpinu er fjallað um viðamestu aðgerðina sem felur í sér að ríkið kaupi íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga innan Grindavíkurbæjar. Gert er ráð fyrir því að eigendum íbúðarhúsnæðis gefist kostur á að leysa út eigið fé sitt í íbúðareigninni kjósi þeir svo.
Fyrr í dag (föstudag) mættu fjórir bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og lögfræðingur þjónustumiðstöðvarinnar í Tollhúsinu á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að leggja áherslu á þá þætti frumvarpsins sem mestu varðar fyrir hagsmuni íbúanna, sem og að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum.
Áfram verður unnið að því að meta þá hættu sem stafar af sprungum og skyndilegum sprunguopnunum í Grindavík. Þverfaglegur hópur sérfræðinga hefur með verkefnið að gera og snýst það um að rannsaka og kortleggja sprunguhættu með það fyrir augum að tryggja aðgengi viðbragðsaðila og íbúa Grindavíkur. Í forgangi hefur verið að skoða samgönguleiðir og í framhaldi að skoða íbúða- og atvinnuhverfi bæjarfélagsins. Samhliða þessari vinnu er unnið að aðgerðaráætlun um það hvernig staðið er að rannsóknum og viðgerðum þegar og ef nýjar sprungur ógna öryggi innviða og fólks á svæðinu.
Hafin er áframhaldandi vinna við byggingu varnargarða umhverfis Grindavík. Verkefnið er á forræði dómsmálaráðherra sem lagt hefur áherslu á að við framkvæmdirnar verði áfram tekið mið af stöðu og þróun jarðhræringa auk annarra þátta. Þess verði gætt að samráð verði við viðeigandi stjórnvöld, stofnanir og landeigendur um framkvæmdina eins og kostur er og að lágmarka áhrif framkvæmda á umhverfi, minjar og náttúru.
Vegna bilunar á aðveitulögn hefur neysluvatn úr vatnsveitunni ekki verið í boði í Grindavík. Unnið hefur verið að lagfærungum á lögninni og vonast er til að unnt verði að hleypa köldu vatni á a.m.k. hluta bæjarins fljótlega eftir helgina. Mikill leki hefur verið á stofnæð hitaveitunnar til Grindavíkur sem og í dreifikerfinu í bænum. Fyrir bragðið er þrýstingur mjög lágur, en leit stendur yfir að bilunum og stefnt er að lagfæringum sem fyrst.
Fyrr í vikunni funduðu bæjarstjóri og sviðsstjórar bæjarins með sendiherrum norrænu ríkjanna á Íslandi og/eða staðgenglum þeirra. Á fundinum gafst tækifæri til þess að gefa sendiherrunum upplýsingum um ástanda mála sem þau flytja áfram til sinna ríkisstjórna. Við sama tækifæri buðu þau jafnframt fram stuðning norrænu ríkjanna við okkur Grindvíkinga á þessum erfiðu tímum. Einkum var rætt um möguleikann á sérfræðiaðstoð og aðstoð við innflutning á einingahúsum.
Almannavarnir boðuðu fyrirtækjaeigendur í Grindavík til fundar á Grand hótel Reykjavík í gær (fimmtudag). Kom þessi ákvörðun í kjölfar ákalls sem almannavörnum hafði borist um nánara samráð og betra upplýsingaflæði. Samkvæmt útsendri dagskrá var efni fundarins í fyrsta lagi að fara yfir stöðuna í Grindavík frá sjónarhóli almannavarna, hvað hefur gerst undanfarnar vikur og hver verða næstu skref. Í öðru lagi myndu nokkrir sérfræðingar sitja fyrir svörum. Jafnframt var tekið fram að almannavarnir vildu hlusta á sjónarmið fyrirtækjanna varðandi næstu skref og hvernig hægt væri að mæta ykkar væntingum betur. Meðal frummælenda voru ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Fundurinn var fjölsóttur þar sem fram fóru miklar og hreinskiptar umræður.
Ég óska ykkur öllum gleðiríkrar helgar!
Föstudagurinn 16. febrúar 2024
Fannar
Dear Grindavik Residents,
A proposal regarding the purchase of residential housing in Grindavik has been presented to the Althingi. The proposal is part of planned measures aimed at creating conditions for a more secure future for Grindavik residents, addressing the uncertainty caused by recent earthquakes in the area. The explanatory memorandum accompanying the proposal states that the actions are intended to enable Grindavik residents to establish secure homes, ensure their livelihoods, and assist them in safeguarding their assets. The proposal focuses on the most significant measure, which involves the government purchasing residential housing owned by individuals within the Grindavik community. It is anticipated that property owners will have the option to redeem their own funds invested in the property.
Earlier today (Friday), four council members, the mayor, and a legal advisor from the service center at Tollhúsið attended a meeting of the Economic and Trade Committee of the Althingi. The purpose was to emphasize aspects of the proposal that are most relevant to the residents' interests and to provide comments and suggestions.
Efforts are ongoing to assess the risks stemming from cracks and sudden fissure openings in Grindavik. A multidisciplinary group of experts is tasked with examining and mapping the fissure hazard, with a focus on ensuring access for stakeholders and residents of Grindavik. Initial efforts involve examining transportation routes, followed by an evaluation of the residential and industrial areas of the community. Concurrently, an action plan is being developed to address research and repairs in the event of new cracks threatening the safety of infrastructure and people in the area.
Continuous work is underway on the construction of protective barriers around Grindavik. The project is under the jurisdiction of the Minister of Justice, who has emphasized that the progress should take into account the current status and evolution of earthquakes, among other factors. It is essential to consult with relevant authorities, institutions, and landowners to minimize the environmental impact, preserve cultural heritage, and respect nature during the implementation.
Due to damage to the water mains, tap water from the water supply has not been available in Grindavik. Repairs are being made to the mains, and there is hope that cold water will be restored to at least part of the town shortly after the weekend. Significant leaks have occurred in the hot water supply to Grindavik, and although the pressure is very low, efforts are underway to address the issues promptly.
Earlier this week, the mayor and department heads of the town met with ambassadors of the Nordic countries in Iceland and/or their representatives. The meeting provided an opportunity to inform the ambassadors about the state of affairs they are addressing with their respective governments. At the same time, they expressed the support of the Nordic countries for us, the residents of Grindavik, during these challenging times. Specialized assistance and support for the importation of modular houses were discussed.
Civil protection authorities invited business owners in Grindavik to a meeting at the Grand Hotel Reykjavik yesterday (Thursday). This decision followed a request from civil protection for closer consultation and better information flow. According to the agenda, the meeting primarily aimed to review the situation in Grindavik from the perspective of civil protection, discussing recent developments and outlining the next steps. Additionally, several specialists were present to provide answers. Civil protection emphasized its willingness to listen to the perspectives of businesses regarding future steps and how to better meet their expectations. Key speakers included the National Commissioner of Police and the Police Commissioner in the Southern Peninsula. The meeting was well-attended, featuring extensive and constructive discussions.
I wish you all a joyful weekend!
Friday, February 16, 2024
Fannar