Mikill leki í heitavatnslögninni til Grindavíkur

  • Framkvćmdafréttir
  • 16. febrúar 2024

Vegna mikils leka bæði á stofnæðinni til Grindavíkur og í dreifikerfinu í bænum þá er þrýstingur á heitavatnslögninni mjög lágur.  Leit er hafin að biluninni og reynt verður að gera við hana sem fyrst. Réttast þótti í stöðunni að grafa niður á bilunina frekar en að leggja nýja lögn yfir hraunið. Þetta kemur fram á vef Almannavarna.

Þar kemur líka eftirfarandi fram:

Það er mikil áskorun fyrir almannavarnakerfið að halda uppi hita í húsum í Grindavík. Til að koma vatni um hitakerfi húsanna við þær aðstæður sem uppi hafa verið síðustu vikur og mánuði,  breyttu píparar á vegum Almannavarna stillingu þrýsijafnara í inntaksgrindum og lokuðu fyrir neysluvatn og hleyptu vatni af þeim til öryggis. Þetta var talið mikilvægt að gera því það er nánast ómögulegt að tryggja eðlilega vatnsnotkun, því smávægileg breyting á stillingu þrýstijafnara eða smávægileg breyting í þrýstingi í dreifikrefinu getur þýtt að annað hvort hætti rennsli um hitakerfi húsanna alveg eða þá að rennslið stóraukist.

Vegna þessa er mikilvægt að húseigendur sem fara inn í húsin sín í Grindavík hafi eftirfarandi í huga.

  • Vegna mikils leka í stofnæð og dreifikerfi er mikilvægt að breyta ekki stillingum í inntaksgrind.
  • Í sumum íbúðum er hiti í lægri kantinum og í öðrum er hitinn mikill. Ástæðan er sú að vegna mjög lágs þrýstings í dreifikerfinu er ómögulegt að stýra rennslinu nákvæmlega.
  • Píparar á vegum Almannavarna lokuðu fyrir neysluvatn og tæmdu neysluvatnslagnir til að draga úr líkum á tjónum ef hiti færi aftur af byggðinni. Mikilvægt er að húseigendur opni ekki aftur fyrir neysluvatnslagnirnar af þessum sökum.
  • Píparar á vegum Almannavarna lokuðu gluggum til að draga úr kælingu húsanna og mikilvægt er að húseigendur loki gluggum aftur þegar þeir yfirgefa íbúðir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 3. desember 2024

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík

Fréttir / 2. desember 2024

Móttökustöđ Kölku lokuđ í dag

Fréttir / 2. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 28. nóvember 2024

Klúbbastarf Ţrumunnar fer af stađ í kvöld

Fréttir / 22. nóvember 2024

Jólasamvera Grindvíkinga

Fréttir / 18. nóvember 2024

Opinn fundur međ xD

Fréttir / 15. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

Fréttir / 14. nóvember 2024

Vel heppnuđ opnun sundlaugarinnar á mánudag

Fréttir / 13. nóvember 2024

Ađ finna sátt og hamingju í lífsins stormum

Fréttir / 11. nóvember 2024

Meiri afli í október í ár en í fyrra

Fréttir / 11. nóvember 2024

Sundlaugin opnar á ný

Nýjustu fréttir

Samverustundir 8.-13. desember

  • Fréttir
  • 8. desember 2024

Jólatónleikar 7. desember 2024

  • Tónlistaskólafréttir
  • 4. desember 2024

Spjall og frćđsla í mánudagskaffi

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Eddi í Hópsnesi í kaffispjalli í Kvikunni

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

  • Fréttir
  • 25. nóvember 2024