Vegna fordæmalausra aðstæðna leitar Grindavíkurbær að starfsfólki, bæði fagmenntuðu og öðru hæfu starfsfólki á safnleikskóla fyrir börn frá Grindavík. Í leikskólum er unnið faglegt starf og leitað er að einstaklingum með fjölbreytta reynslu til að sinna þeim verkefnum. Leitað er að hæfu starfsfólki á öllum aldri í metnaðarfull og krefjandi störf í leikskóla
Grindavíkurbær leitar að starfsfólki í bæði fullt starf og og hlutastarf þar sem sveigjanlegt starfshlutfall er í boði.
Helstu verkefni og ábyrgð í starfinu er að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu fyrir viðkomandi starf.
Hæfniskröfur taka mið af því starfi sem um ræðir en m.a. er leitað að einstaklingum með eftirfarandi hæfni:
• Reynsla af leikskólastarfi kostur
• Áhugi á að vinna með börnum
• Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
• Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
Mikilvægt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar 2024.
Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi Grindavíkurbæjar í síma 420-1100 eða í tölvupósti á netfangið sigurlina@grindavik.is.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.