Eftirfarandi fréttatilkynning var í dag send út á fjölmiðla, þingmenn Suðurkjördæmis, dómsmálaráðherra, almannavarnir ríkislögreglustjóra og lögreglustjórann á Suðurnesjum. Tilkynning var send út fyrir hönd grindvískra fyrirtækja.
Fyrirtæki í Grindvík eru komin að þolmörkum. Mikilvægt er að opna bæinn fyrir aukinni starfsemi. Enn er hægt að halda lífi í fyrirtækjum með því að hefja rekstur meðan náttúran er róleg.
Þó að staðan í Grindavík sé alvarleg þá er stór hluti bæjarins í lagi, og ennþá tækifæri til að halda lífi í fyrirtækjunum þar. Við höfum lært á síðustu vikum og mánuðum að á milli atburða líða einhverjar vikur þar sem náttúran er róleg og tími gefst til að vera í Grindavík. Öryggi fólks á alltaf að vera í forgrunni, og mikilvægt er að kanna stöðu bæjarins og innviða eftir hvern atburð. En strax að því loknu þarf að gera fyrirtækjum kleift að vinna í bænum frá morgni til kvölds, kl.7:00-19:00, með öryggisvitund og tilbúnar viðbragðsáætlanir.
Ef bærinn á að eiga möguleika að byggjast upp aftur þá þarf að halda ljósunum á í fyrirtækjunum. Fyrirtæki í Grindavík krefjast þess að aðgengi að bænum verði gert reglulegt og fyrirsjáanlegt, og ef eittthvað vantar upp á öryggisgæslu í bænum þá geta fyrirtækin sjálf lagt lóð á vogarskálarnar.
Ákall þeta er sent bæjarstjórn Grindavíkur, Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra, lögreglustjóranum á Suðurnesjum og fjölmiðlum.
Nánari upplýsingar veita Pétur Hafsteinn Pálsson s: 856-5717 (petur@visirhf.is) og
Arna Magnúsdór s: 861-9273 (arna@grindin.is)