Búið er að draga út vinningsnúmer í þorrablótshappdrætti 2024. Í tilkynningu frá UMFG kemur fram:
"Þar sem þetta eru svo margir vinningar þá eru hér vinningsnúmerin í númeraröð. Í fyrri dálkinum eru vinningsnúmerin og í seinni er númerið á vinningnum. Vinningaskráin er í hér.
Aðalvinningurinn að andvirði 250.000.- fór á miða númer 4835
Ef þið hafið verið svo heppin að vinna þá má nálgast vinninga frá 15. febrúar - 1. mars á Hvammabraut 12 Hafnarfirði, bjalla 301 hjá Ingvari Magnússyni stjórnarmanni knattspyrnudeildar. Afhending fer fram á milli klukkan 17 og 21.
Það væri líka gott að fá send skilaboð hér á þorrablótssíðuna ef þið hafið verið heppin svo við getum merkt ykkur vinninginn.
Þökkum við öllum þeim sem styrktu okkur með vinninga sem og þeim sem keyptu af okkur miða. En með kaupum á miðunum styrktuð þið starf fótboltans og körfuboltans í Grindavík."