Skipulag fyrir ţriđjudaginn 13. febrúar

 • Fréttir
 • 12. febrúar 2024

Landris heldur áfram á svæðinu við Svartsengi. Land rís um 0,5 – 1,0 cm á dag sem er svipaður hraði og eftir síðustu eldgos. Kvika heldur því áfram að safnast í kvikuhólfið undir Svartsengi. Það eru því miklar líkur á að atburðarrásin endurtaki sig eftir nokkrar vikur með nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands í dag. 

Þau svæði sem geta farið inn til Grindavíkur frá 9:00-15:00 á morgun eru eftirfarandi: 

 • V1 Árnastígur og Skipastígur)
 • V4 (Litluvellir, Hólavellir, Sólvellir, Blómsturvellir og Höskuldavellir)
 • G2 (Ásabraut 14 og 16, Fornavör, Suðurvör, Norðurvör og Staðarvör)
 • H1 (Víkurhóp EKKI ÞÓ númer 24,26 og 28)
 • I2 (Túngata, að frátöldum húsum 23 og 25)  
 • Þórkötlustaðir (A1,2,3 og B1 + hesthúsin)


Bæði verður hægt að fara um Suðurstrandaveg og Nesveg og verða þeir opnir fyrir umferð í báðar áttir. Íbúar mega fara inn og út af svæðinu þennan tíma eins og hentar. 
  
ATH: Þeir sem eiga hólf á morgun og líka eignir á svæði S4 mega fara þangað samhliða. 

 • QR kóðar verða sendir á alla þá sem hafa sótt um í kvöld.
 • EKKI þarf að sækja um aftur (ef þú ert áfram innan sama svæðis).
 • Endurnýjaðir QR kóðar verða sendir sjálfkafa til íbúa.
 • Þeir sem ekki hafa komið áður þurfa að sækja um.
 • Þeir sem eru að fara að aðstoða utan síns svæðis, þurfa að sækja um kóða. 

Aðkoma að Grindavík næstu daga verður bæði um Suðurstrandarveg og Nesveg. Farið er aftur út um þá vegi eftir því hvert fólk er að fara. Á lokunarpóstum verður starfsfólk sem skannar QR kóðann hjá öllum sem fara inn og út úr bænum, með þeim hætti er vitað hversu margir eru í Grindavík hverju sinni og hvort allir séu farnir af svæðinu við lokun. 

Sími hjá þjónustuvers vegna QR kóða, geymslu og flutnings er 444-3500 frá kl. 8:00-15:00
 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 22. febrúar 2024

Grindavíkurvegur opinn

Fréttir / 19. febrúar 2024

Dagskrá íbúafundarins í dag

Fréttir / 16. febrúar 2024

Frá Fannari bćjarstjóra

Fréttir / 15. febrúar 2024

Skipulagiđ fyrir 16. febrúar

Fréttir / 15. febrúar 2024

Íbúafundur 19. febrúar frá 17-19

Fréttir / 15. febrúar 2024

Íţróttafólk Grindavíkur 2023 verđlaunađ