Samráđshópur atvinnulífs í Grindavík

  • Fréttir
  • 8. febrúar 2024

Hjá atvinnuteymi Grindavíkur er í samvinnu við Almannavarnir m.a. unnið að samræmingu aðgengis fyrirtækja að Grindavík, samhæfingu og mótun viðbragða sem snúa að fyrirtækjunum og þeim áskorunum sem atvinnulífið stendur frammi fyrir af völdum náttúruhamfara sem ógna Grindavík. Brýnt er að til staðar sé þekking og yfirsýn sem gagnast við þetta verkefni. Söfnun áreiðanlegra gagna og upplýsinga er mikilvæg til að styðja við verkefni atvinnuteymis.

Ákveðið var að kalla saman hóp forsvarsmanna fyrirtækja til reglubundins samráðs við atvinnuteymi Grindavíkur. Með því væri tenging meiri og betri og þannig vex sameiginlegur skilningur á þeim aðstæðum sem atvinnufyrirtækin búa við. Slíkur hópur er mikilvægur til að greina stöðu atvinnulífsins í bænum hverju sinni og því verður hæfnin til að taka upplýstan þátt í mótun tillagna um aðgerðir verður betri. Hugmyndin er að hópurinn hittist reglulega næstu vikur eða mánuði. Við skipan hópsins var gætt að því að þátttakendur væru úr ólíkum atvinnugreinum og mismundandi stærð fyrirtæki og á ólíkum aldri og kyni.

Í samráðshópnum eru núna Tómas Guðmundsson, TG Raf, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir, Marine Collagen, Stefán Kristjánsson, Einhamar Seafood, Halla María Svansdóttir, Hjá Höllu, Jakob Sigurðsson, ATV 4x4, Benný Harðardóttir, Aðalbraut, Vala Valþórsdóttir, Sæbýli, Óskar Gunnarsson, Þorbirni, Ingibjörg Jakobsdóttir, The Converted Watertower og Árni Páll Einarsson, Matorku. 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. júlí 2024

Grindavíkurvegur opinn ađ hluta

Fréttir / 24. júní 2024

Landađ í blíđskaparveđri í Grindavík

Fréttir / 21. júní 2024

Sumarhátíđ Leikskólans Lautar

Fréttir / 18. júní 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkur

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“