Almennar upplýsingar vegna ađgengis til Grindavíkur
- Almannavarnir
- 5. febrúar 2024
English below /
Á morgun og næstu daga er leyfilegt fyrir íbúa Grindavíkur að dvelja í bænum milli kl: 9:00-15:00. Hleypt verður inn tilgreind svæði og verður farið eftir þessum lista.
Mikilvægar upplýsingar hafa verið teknar saman á vef almannavarna varðandi umsóknir á island.is og QR kóðana.
Island.is
Hægt er að hafa samband við Almannavarnir vegna beiðna með því að ýta á „svara eða reply“ við tölvupóstinum sem berst frá okkur þar. Þetta virkar eins og tölvupóstur fram og tilbaka og skráir þar af leiðandi öll samskipti. Best er ef fólk getur nýtt þessa leið til þess að eiga samskipti við okkur vegna beiðna.
Vegna QR kóða:
- Fyrir næstu daga munum við senda út QR kóða á þá einstaklinga sem áður hafa sótt um aðgang inn í bæinn og munu þeir einstaklingar sem eiga tíma fá senda kóða kvöldinu áður.
- Íbúar fá senda kóða í gegnum tölvupóst og sms í síma
- Ef einhver hefur ekki áður sótt um aðgang eða vill fá kóða þá skal sækja um kóða á https://island.is/v/fyrir-grindavik/adgengi-til-grindavikur
- Nauðsynlegt er að allir auðkenni sig í gegnum rafræn skilríki með símanúmeri svo að úrvinnslan sé sem réttust
- Ekki senda inn fleiri en eina umsókn
- Senda þarf inn beiðnir á island.is fyrir kl.15 deginum áður en nýta á tímaramma
- Athugið að verið er að senda út nýja kóða og því best að eyða út gömlum kóðum svo ekki sé ruglast á kóðum þegar ekið er um lokunarpósta
- Hver og einn sem ætlar inn á svæðið þarf að hafa QR kóða tilbúinn.
- Ekki verða gefnir út kóðar við lokunarpósta
- Ef einstaklingar þurfa aðstoð vegna QR kóða vinsamlegast hafið samband í síma 444-3500
Vegna aðstoðar v/pökkunar, flutning og geymslu innbús
- Aðstoð v/pökkunar, flutnings og geymslu innbús er ekki háð þeim tímaslottum sem eru auglýst
- Þjónustumiðstöð Almannavarna og Grindavíkurbæjar vinna að því að fara yfir beiðnir og ákveða tímasetningu í samráði við eigendur og það getur því tekið tíma fyrir einstaklinga að fá svör með tímasetningu, biðjum við einstaklinga að sýna biðlund
- Ekki senda inn nýjar beiðnir ef þið hafið nú þegar sent inn beiðni. Best væri ef staðfestingapósti frá almannavörnum yrði svarað með því að ýta á “svara/reply”
- Ef einhver telur sig þurfa aðstoð þá þarf að sækja um á https://island.is/v/fyrir-grindavik/adgengi-til-grindavikur
Ef einstaklingar þurfa aðstoð vegna v/pökkunar, flutnings og geymslu innbús þá er hægt að hafa samband í síma 444-3500 milli kl. 8:00-15:00
Tomorrow and in the coming days, residents of Grindavik are allowed to stay in the town between 9:00-15:00. Access will be granted to specific areas following this list.
Important information has been compiled on the Civil Protection website regarding applications on island.is and QR codes.
Island.is:
Residents can contact Civil Protection regarding requests by clicking "reply" to the email received from us. This functions like an email thread, recording all communication. It's preferable for people to use this method for communication regarding requests.
Regarding QR codes:
In the next few days, QR codes will be sent to those individuals who have previously applied for access to the town. Individuals with scheduled times will receive their codes the evening before. Residents will receive their codes via email and SMS on their phones. If someone has not applied for access before or wants to get a code, they should apply for a code at https://island.is/v/fyrir-grindavik/adgengi-til-grindavikur.
- It is necessary for everyone to identify themselves through electronic identification with their phone number for the processing to be as accurate as possible.
- Please do not submit more than one application.
- Requests must be submitted on island.is before 3:00 PM on the day prior to using the schedule.
- Note that new codes are being sent out, so it's best to discard old codes to avoid confusion when entering the closed area.
- Each individual planning to enter the area must have their QR code ready.
- Codes will not be distributed at the closing post.
- If individuals need assistance with QR codes, please contact us at 444-3500.
Regarding assistance with packing, moving, and storing furniture:
Assistance with packing, moving, and storing furniture is not limited to the advertised time slots.
- The Civil Protection Service Center and the Grindavik Municipality are working to review requests and determine scheduling in consultation with owners.
- This process may take time, so individuals are requested to show patience as they await scheduling details.
- Please do not submit new requests if you have already submitted one.
- It would be best to respond to the confirmation email from Civil Protection by clicking "reply."
- If someone believes they need assistance, they should apply at https://island.is/v/fyrir-grindavik/adgengi-til-grindavikur.
If individuals need assistance with product services, packing, moving, or furniture storage, they can contact at the phone number 444-3500 between 8:00-15:00.
AĐRAR FRÉTTIR
Fréttir / 20. janúar 2025
Fréttir / 16. janúar 2025
Fréttir / 13. janúar 2025
Fréttir / 23. desember 2024
Fréttir / 19. desember 2024
Fréttir / 19. desember 2024
Fréttir / 19. desember 2024
Fréttir / 18. desember 2024
Fréttir / 17. desember 2024
Fréttir / 17. desember 2024
Fréttir / 16. desember 2024
Fréttir / 9. desember 2024
Fréttir / 9. desember 2024
Fréttir / 8. desember 2024
Fréttir / 8. desember 2024
Fréttir / 6. desember 2024