Það vantar vaskt fólk á næstu dögum til að aðstoða íbúa Grindavíkur að flytja búslóðir sínar. Margar hendur vinna létt verk og því væri gott að fá hóp fólks sem er tilbúinn í verkefnið, sem er undirbúið af teymi á vegum Almannavarna.
Ef eitthvað fyrirtæki er með starfsfólk sem er tilbúið að bera innbú í flutningabíla megið þið vinsamlega hafa samband sem fyrst við fulltrúa almannavarna (Guðna Oddgeirsson) í síma 849-0903.
Greitt er fyrir verkefnið, sem er að mestu unnið á dagvinnutíma.