Fundur bćjarstjórnar nr. 550

  • Bćjarstjórn
  • 9. janúar 2024

550. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal að Víkurbraut 62, þriðjudaginn 9. janúar 2024 og hófst hann kl. 14:00.


Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður. 

Einnig sat fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.


Dagskrá:

1.      Tjón á mannvirkjum vegna jarðskjálfta og landriss í Grindavik 2023 - 2312003
    Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hallfríður, Hjálmar og Gunnar Már. 

Minnisblað frá Guðjóni Bragasyni og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs lagt fram um að gerður verði samningur við NOVUM lögmenn um lögfræðiráðgjöf vegna bótamála. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gerður verði samningur við NOVUM lögmenn á þeim grundvelli sem lýst er í minnisblaðinu og er bæjarstjóra falið að kynna fyrirkomulagið fyrir íbúum. 
         
2.      Fjárhagsáætlun 2024-2027 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2307077
    Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hallfríður, Birgitta Hrund, Gunnar Már, Hjálmar, Helga Dís og Birgitta Rán. 

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur unnið að gerð fjárhagsáætlunar Grindavíkurbæjar fyrir árið 2024. Vinna við fjárhagsáætlunina hefur einkennst af samvinnu og samstöðu allra kjörinna fulltrúa og stjórnenda bæjarins. 

Undirbúningur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 var vel á veg kominn fyrir rýmingu bæjarfélagsins þann 10. nóvember 2023. Mikil og góð vinna hafði verið lögð til verkefnisins, sem hafði meðal annars verið umfjöllunarefni á fundum bæjarráðs nr; 1650 (25.07.2023), 1651 (22.08.2023), 1652 (05.09.2023), 1653 (12.09.2023), 1655 (10.10.2023) og 1657 (24.10.2023) auk vinnufunda bæjarstjórnar í október. 

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 hafði jafnframt verið vísað til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar nr. 544 (31.10.2023). Samkvæmt markmiðum hefði síðari umræða átt sér stað fyrir árslok 2023 en vegna aðstæðna fékk bæjarstjórn frest. 

Ljóst er að forsendubrestur fjárhagsáætlunarvinnunnar er algjör og allar fjárhagslegar forsendur eru nú breyttar í rekstri Grindavíkurbæjar. Fjárhagsáætlun bæjarfélagsins og stofnana fyrir árin 2024-2027 er því sett fram með mikilli óvissu. Fyrir liggur að tekjur Grindavíkurbæjar muni dragast saman á árinu 2024 en kostnaður mun ekki dragast saman samhliða tekjutapinu. 

Sveitarfélagið getur ekki leitað í úrræði ríkisins vegna launa, því frumvarpið nær eingöngu til launafólks og atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði, auk sjálfstætt starfandi einstaklinga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Grindavíkurbær þarf því á eigin vegum að standa straum af launakostnaði starfsmanna Grindavíkurbæjar á meðan ástandið varir. 

Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að leik- og grunnskóli muni starfa utan Grindavíkur fram á vor 2024 en að næsta skólaár muni starfsemin vera starfrækt í Grindavík eins og áður hefur komið fram. 

Umfram allt gerir fjárhagsáætlun ráð fyrir innviðauppbyggingu og viðhaldi til að tryggja öryggi bæjarbúa og stuðla að uppbyggingu samfélagsins með sem bestum hætti. Árið 2024 mun einkennast af viðaukum við fjárhagsáætlun vegna reksturs og fjárfestinga. 

Rekstur Grindavíkurbæjar hefur verið góður og ábyrg fjármálastjórn er bæjarfélaginu gott veganesti fyrir þá vinnu sem framundan er. 

Rekstrarniðurstaða A- hluta árið 2024 er halli að fjárhæð 241,5 milljónir króna. 

Í samanteknum reikningsskilum er halli að fjárhæð 371,6 milljónir króna, en við fyrri umræðu var gert ráð fyrir jákvæðri afkomu að fjárhæð 380 milljónir króna. 

Á árinu 2024 mun handbært fé lækka um 773,5 milljónir króna og verða í árslok 359,9 milljónir króna. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða áætlun fyrir Grindavíkurbæ og stofnanir árin 2024-2027.
         
3.      Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
    Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, Hjálmar, Gunnar Már, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hallfríður og Birgitta Rán. 

Fundargerð 940. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. desember 2023 er lögð fram til kynningar.
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:50.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 14. janúar 2025

Fundur 1674

Samfélagsnefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bćjarráđ / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bćjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bćjarráđ / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bćjarráđ

Innviđanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviđanefnd

Bćjarráđ / 5. nóvember 2024

Fundur 1669

Bćjarstjórn / 29. október 2024

Fundur 578

Innviđanefnd / 10. október 2024

Fundur 1

Samfélagsnefnd / 16. október 2024

Fundur 1

Bćjarráđ / 22. október 2024

Fundur 1668

Bćjarráđ / 8. október 2024

Fundur 1667

Bćjarráđ / 17. september 2024

Fundur 1666

Bćjarstjórn / 24. september 2024

Fundur 577

Bćjarráđ / 10. september 2024

Fundur 1665

Bćjarráđ / 3. september 2024

Fundur 1664

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2024

Fundur 576

Bćjarstjórn / 21. ágúst 2024

Fundur 575

Bćjarráđ / 14. ágúst 2024

Fundur 1663

Bćjarstjórn / 23. júlí 2024

Fundur 574

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133