Líf fćrist aftur í Grindavíkurhöfn

  • Fréttir
  • 4. janúar 2024

Togarinn Sturla GK-12 kom inn til löndunar í Grindavíkurhöfn nú í morgunsárið. Skipið lagði af stað til veiða úr Hafnafjarðarhöfn 2. janúar.  Stýrimaðurinn Páll Árni sagði þá hafa verið að veiðum vestur af Sandgerði og um 27 tonn af bolfiski hafi fengist í 8 hollum þ.a. um 10 tonn af þorski og 11 tonn og restin bland.  Að sögn skipstjórans Birgi Laufdal og stýrimannsins Pál Árna kemur ekkert annað til greina en að landa í Grindavíkurhöfn eins mikið og mögulegt er. 

Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri segist í samtali við 200 mílur vera spenntur fyrir því að fá aftur líf í höfnina og gerir hann ráð fyrir að umsvifin á höfninni fari aftur að aukast.

Flutningaskipið Vermland kom einnig og losaði um 30 tonn af fiskifóðri fyrir Fiskeldisfyrirtækið Benchmark Genetics. Stærri Grindavíkurskipin voru yfir jól og áramót í Hafnarfjarðahöfn og í Reykjavíkurhöfn. Smærri bátar og trillur voru flestar í Sandgerðishöfn. 

Nú fara hjólin í Grindavík brátt að snúast hraðar og landanir verða tíðari eftir því sem líður á janúar og nær hámarki á vormánuðum samkvæmt venju. Von er á flutningaskipi með um 1000 tonn af salti sem á að losa í Grindavíkurhöfn um helgina og fiskibátum til löndunar á bolfiski  sem Vísir mun vinna strax eftir helgina.   

Mynd tekin af Sturlu koma til hafnar í morgun / Sigurður Kristmundsson 


Deildu ţessari frétt