Söfnunartónleikar

  • Félagslíf og viđburđir
  • 15. desember 2023

Jólatónleikar Grindavíkurkirkju fara fram með breyttu sniði í ár. Kórmeðlimir hafa æft tónleikaprógramm síðan í ágúst, og hafa haldið áfram í Tollhúsinu eftir rýmingu bæjarins. Uppskeran sem átti að fara fram í Grindavíkurkirkju, með barnakór og fullorðinskór, fara fram í Bústaðakirkju þann 13. desember klukkan 20.00.
 
Grindvíkingar flytja eina vinsælustu jólaplötu allra tíma í heild sinni, Merry Christmas með Mariuh Carey, undir stjórn Kristjáns Hrannars Pálssonar kórstjóra, ásamt hljómsveit. Útsetningar eru eftir Kristján Hrannar og Unu Stefáns, jazzsöngkonu.Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir fetar í fórspor Mariuh Carey af sinni alkunnu snilld.

Ágóðinn rennur á söfnunarreikning fyrir barnafjölskyldur í Grindavík sem Grindavíkurkirkja og Biskup Íslands standa fyrir.

Að auki verður opin söfnun í beinu streymi á ruv.is þar sem Grindvíkingum sem og landsmönnum öllum verður gert kleift að fylgjast með og efla jólaandann á þessum erfiðu tímum. Þetta er dýrmætt tækifæri til að þjappa fólki saman, gleðjast og gleðja aðra.


 


Deildu ţessari frétt