Skólaskylda á ný fyrir grindvísk börn í janúar

  • Skólamál í Grindavík
  • 15. desember 2023

Skólaskylda fyrir grunnskólabörn frá Grindavík mun taka aftur gildi 4. janúar 2024. Gerð var undantekning frá lögum um skólaskyldu vegna rýmingarinnar í Grindavík.

Grunnskóli Grindavíkur mun áfram starfrækja safnskóla á höfuðborgarsvæðinu og starfa áfram með sama sniði þar til hægt verður að flytja starfsemina aftur til Grindavíkur. Börnin munu einnig áfram geta sótt skóla þar sem þau eru búsett í dag.

Þrátt fyrir að börnin séu nú á víð og dreif um landið er skólasókn grunnskólabarna frá Grindavík um 95%. Þar af sækir ríflega helmingur barnanna safnskóla Grunnskóla Grindavíkur sem er starfræktur á fjórum
stöðum í Reykjavík. Boðið er upp á skólarútur fyrir börnin frá Suðurlandi, Suðurnesjum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur svo þaugeti sótt safnskólana. Börnin sækja nú samtals 65 skóla í 28 sveitarfélögum um allt land.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. júlí 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkinga

Fréttir / 22. júní 2024

Sálfrćđiţjónusta fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 22. júní 2024

5. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. júní 2024

4. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 5. júní 2024

Ný könnun vegna stöđu húsnćđismála

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“