Stuđningstorg fyrir Grindvíkinga

  • Fréttir
  • 28. nóvember 2023

English and Polis below. Íslenska fjarheilbrigðisfyrirtækið Kara Connect hefur komið á laggirnar sérstöku Stuðningstorgi sem gerir Grindvíkingum kleift að sækja sérhæfða aðstoð sérfræðinga sér að kostnaðarlausu.

Í samstarfi við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Rauða Krossinn hefur íslenska fjarheilbrigðisfyrirtækið Kara Connect komið rafrænu Stuðningstorgi á laggirnar sem gerir Grindvíkingum kleift að sækja sérhæfðan stuðning og heilbrigðisþjónustu sér að kostnaðarlausu frá og með deginum í dag.

„Grindvíkingar hafa orðið fyrir gífurlegu áfalli – og vildum við leggja okkar af mörkum til þess að veita þeim þann stuðning sem þau þurfa. Þess vegna ákváðum við að stofna Stuðningstorg þar sem Grindvíkingar geta sótt sér áfallahjálp og sálrænan stuðning á einfaldan og aðgengilegan hátt,“ segir Sigrún Eggertsdóttir, starfsmaður Köru Connect.

Ósérplægnir sérfræðingar leggja hönd á plóg
Verkefnið byggir á ósérplægni hinna ýmsu sálfræðinga, fjölskylduráðgjafa, iðjuþjálfa og annarra sérfræðinga sem allir gefa tíma sinn og vinnu til stuðnings Grindvíkingum – en auk þess gefur Kara Connect alla sína vinnu án endurgjalds. Sérfræðingarnir koma hvaðanæva að, en auk íslenskumælandi sérfræðinga hafa pólsku-, spænsku- og enskumælandi sérfræðingar rétt fram hjálparhönd. 

“Torgið býður Grindvíkingum upp á að velja sér sérfræðing til að tala við í einrúmi í fjarviðtali eða á staðnum. Kerfið er einfalt, en öruggt og býður upp á sérfræðinga á ólíkum tungumálum sem er alltaf áskorun að veita aðgengi að. Við erum þessum sérfræðingum sem koma frá alls konar löndum og þekkja áskoranir okkar að gefa vinnuna sína óendanlega þakklát.” segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir hjá Rauða Krossinum

Gefa að lágmarki þrjá tíma – 40+ sjálfboðaliðar taka þátt
Hver sérfræðingur býður fram að lágmarki 3 tíma og margir bjóða fleiri eða aukinn stuðning. Skjót viðbrögð, gjafmildi og gæska næstum 40 sjálfboðaliða hafa farið langt fram úr björtustu vonum allra aðstandenda verkefnisins. Við þökkum öllum sjálfboðaliðum sem hafa komið að verkefninu hjartanlega fyrir.

Hér má sjá myndband af því hvernig stuðningstorgið virkar

******

ENGLISH:

In collaboration with the Department of Civil Protection and Emergency Management and the Red Cross, Icelandic telehealth company Kara Connect has established a virtual Support Hub which enables the residents of Grindavík, beginning today,  to access specialised support and healthcare services free of charge. The project is based on the selflessness of various psychologists, family counsellors, occupational therapists, and other specialists who donate their time and work to support the people of Grindavík.

The specialists come from all over, and in addition to Icelandic speakers, Polish-, Spanish-, and English-speaking volunteers have stepped forward to help. Each specialist offers at least 3 hours, and many offer more or additional support. The swift response, generosity, and kindness of nearly 40 volunteers have exceeded the brightest hopes of all the project's stakeholders. We wholeheartedly thank all the volunteers who have contributed to the project.

*****

POLISH:

We współpracy z Departamentem Ochrony Ludności i Czerwonym Krzyżem islandzka zdalna firma Kara Connect utworzyła witrualną stronę wsparcia, która umożliwia mieszkańcom Grindaviku dostęp do bezpłatnej specjalistycznej pomocy oraz usług opieki zdrowotnej. Ten projekt opiera się na beinteresowności różnych psychologów, doradców rodzinnych, terapeutów zajęciowych oraz innych specjalistów, którzy chcą poświęcić swój czas i pracę, by pomóc mieszkańcom Grindaviku. 

Specjaliści przyjeżdżają z całego świata, a oprócz osób mówiących po islandzku do pomocy zgłosili się wolontariusze mówiący po polsku, hiszpańsku i angielsku. Każdy specjalista oferuje co najmniej 3 godziny, a wielu z nich oferuje również dodatkowe wsparcie. Szybka reakcja, hojność i życzliwość prawie 40 wolontariuszy przerosły najśmielsze oczekiwania wszystkich organizatorów projektu. Z całego serca dziękujemy wszystkim wolontariuszom, którzy przyczynili się do jego realizacji.
 


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. ágúst 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 14. ágúst 2024

Stuđningur viđ fyrirtćki enn í bođi

Fréttir / 13. ágúst 2024

Atvinnulífiđ af stađ eftir sumarfrí

Fréttir / 12. ágúst 2024

Vel sótt námskeiđ hjá Dale Carnegie

Fréttir / 12. ágúst 2024

Grindvíkingamót í Reykjanesbć

Fréttir / 8. ágúst 2024

Rýmingarkort fyrir Grindavík