Til fasteignaeigenda í Grindavík

  • Fréttir
  • 22. nóvember 2023

Mikið hefur verið spurt um greiðslu fasteignagjalda og hvert framhaldið verður í því sambandi.

Hvað varðar árið 2023 þá þurfa fasteignaeigendur að greiða síðasta gjalddaga ársins, þ.e. gjalddaga 1. nóvember 2023 sem er síðasta greiðsla í greiðsludreifingu fasteignagjalda fyrir árið 2023.

Í skoðun er útfærsla á fasteignagjöldum fyrir árið 2024. Ljóst er að það hvílir lagaskylda á sveitarfélaginu um að leggja árlega á fasteignaskatt.

Hvað varðar önnur fasteignagjöld þá er það í skoðun hvort skuli leggja þau á og þá hversu há fjárhæð það ætti að vera ef þá einhver.

Þessi gjöld eru:

  • Lóðarleiga
  • Vatnsgjald
  • Fráveitugjald
  • Sorpgjald
  • Rotþróargjald

Endanleg útfærsla verður klár í janúar 2024 og verður sú útfærsla kynnt á heimasíðu bæjarins.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 23. febrúar 2024

Barnaţing á fimmtudaginn 7. mars

Fréttir / 4. mars 2024

Samkomulag viđ innviđaráđuneytiđ

Fréttir / 29. febrúar 2024

Pistill bćjarstjórnar

Fréttir / 28. febrúar 2024

Úrrćđi fyrir rekstrarađila í Grindavík 

Fréttir / 22. febrúar 2024

Frá bćjarstjórn. In English below.