Kæru Grindvíkingar og stuðningsmenn, í dag verður haldinn svokallaður tvíhöfði í Smáranum en þá munu bæði karla- og kvennalið Grindavíkur spila í körfuknattleik.
Kvennalið keppir fyrst á móti Þór Akureyri og hefst sá leikur kl 14.00. Í kjölfarið keppir karlalið Grindavíkur á móti Hamri kl 17.00
Dagskráin er eftirfarandi:
13:00
- úti á plani verður Fish and chips fyrir alla sem vilja í boði Hjálparsamtakana World Central Kitchen https://wck.org/
- Grænastofan opnar og þar inni verður hægt að fá kaupa veitingar
- Fyrir leikinn hjá stelpunum kemur Daddi Willards og syngur "Og þeir skora" við okkar undirtekt
- að kvennaleiknum loknum er fólki boðið í grænustofuna þar sem Breiðablik verður með hamborga og drykki fyrir alla svanga og að því loknum göngum við inn í Smárann aftur og horfum á leikinn hjá strákunum.
Okkur í stjórn KKD. UMFG langar að þakka Blikum fyrir þeirra einstæðu gestrisni og væntumþykju. Það sem Breiðablik hefur gert og hjálpað okkur með síðustu daga er ómetanlegt og fundum við strax fyrir því þegar við tókum saman fyrsta fund að okkur myndi líða vel í Smáranum.
Viljum minna að frjáls framlög og er hægt að nálgast miða á stubb og í posa á svæðinu. Við höfum látið hanna gula boli fyrir okkur sem verða til sölu fyrir 4500kr.
Sjáumst öll á morgun
Stjórn kkd. UMFG
Áfram Grindavík!