Forsćtisráđherra heimsótti Grindavík 

  • Almannavarnir
  • 8. nóvember 2023

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir kom til Grindavíkur á mánudaginn og fundaði m.a. með stjórnendum Grindavíkurbæjar, fulltrúum veitufyrirtækjanna, Almannavörnum, viðbragðsaðilum, lögreglustjóranum á Suðurnesjum ásamt öllum bæjarstjórum á svæðinu. Farið var yfir stöðuna og þær aðgerðaráætlanir sem unnið er eftir komi til eldgoss.  

Fannar Jónasson, bæjarstjóri sagði fundinn hafa verið  mjög góðan og gagnlegan. Farið hafi verið vandlega  yfir stöðuna með forsvarsmönnum veitufyrirtækjanna og viðbragðsaðilum og að Katrín tæki málefni fundarins upp hjá ríkisstjórninni. 

Á meðfylgjandi myndum má m.a. sjá frá vinstri Magnús Stefánsson, bæjarstjóra Suðurnesjabæjar, Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóra í Vogum, Kjartan Má Kjartansson,  bæjarstjóra í Reykjanesbæ, Dagný Jónsdóttur, aðstoaðarmanneskju ríkisstjórnar um samhæfingu mála, Bryndís Hlöðvarsdóttur ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu og Fannar Jónasson, bæjarstjóra Grindavíkurbæjar. 

Þá voru einnig viðstaddir fundinn
•    Víðir Reynissson, sviðsstjóri Almannavara
•    Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Grindavíkur
•    Sólberg Svanur Bjarnason deildarstjóri Almannavarna
•    Páll Erland, forstjóri HS veitna
•    Kristinn Hrafnsson  framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku
•    Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum
•    Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs hjá Grindavíkurbæ
•    Otti Sigmarsson, formaður Landsbjargar 
•    Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. desember 2024

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík

Fréttir / 2. desember 2024

Móttökustöđ Kölku lokuđ í dag

Fréttir / 2. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 28. nóvember 2024

Klúbbastarf Ţrumunnar fer af stađ í kvöld

Fréttir / 22. nóvember 2024

Jólasamvera Grindvíkinga

Fréttir / 18. nóvember 2024

Opinn fundur međ xD

Fréttir / 14. nóvember 2024

Vel heppnuđ opnun sundlaugarinnar á mánudag

Fréttir / 13. nóvember 2024

Ađ finna sátt og hamingju í lífsins stormum

Fréttir / 11. nóvember 2024

Meiri afli í október í ár en í fyrra

Fréttir / 11. nóvember 2024

Sundlaugin opnar á ný

Fréttir / 11. nóvember 2024

Fjölsótt samverustund ári eftir rýmingu

Nýjustu fréttir

Jólatónleikar 7. desember 2024

  • Tónlistaskólafréttir
  • 4. desember 2024

Spjall og frćđsla í mánudagskaffi

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Eddi í Hópsnesi í kaffispjalli í Kvikunni

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

  • Fréttir
  • 25. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

  • Fréttir
  • 15. nóvember 2024