Þið sem hafið yndi af að syngja og þið sem hafið yndi af að hlusta á söng! Séra Elínborg og Kristján Hrannar Pálsson, okkar hressi og skemmtilegi organisti, hefur boðið okkur að hafa létta söngstund, þar sem hann spilar undir - og við syngjum öll saman, hver með sínu nefi!
Við byrjum samsönginn á miðvikudaginn næsta, 8.nóv. kl.13:00 í kirkjunni. Hugmyndin er að vera einu sinni í mánuði með svona söngstund, svo verum dugleg að mæta.
Kaffisopi og smá sætt í boði.
Endilega takið miðvikudaginn frá og syngjum inn gleðina!
Allir velkomnir