Engin skýr merki um ađ kvika sé ađ brjóta sér leiđ til yfirborđs viđ Ţorbjörn

  • Almannavarnir
  • 4. nóvember 2023

Nýjustu GPS gögn sýna enga hröðun á landrisi í kjölfar skjálftavirkninnar gær. Gera má ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands frá því gærkvöldi.


Gervihnattagögn sýna heldur engar skýrar breytingar sem benda til þess að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðs. Bæði GPS gögn og gervitunglamyndir staðfesta þó að kvika haldi áfram að flæða í innskotið sem myndast hefur undir svæðinu norðvestur af Þorbirni á um 4km dýpi. Engin merki sjást heldur um gosóróa.

Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið kæmu fram í grynnkandi skjálftavirkni og vaxandi óróa sem eru afar tíðir og litlir skjálftar. Samhliða því ætti að mælast skyndileg aflögun (gliðnun) á yfirborði á GPS mælum. 

Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið en farið var yfir stöðuna á fundi með Almannavörnum fyrr í kvöld. Minnt er á að gera má ráð fyrir að jarðskjálftavirkni haldi áfram norðvestan við Þorbjörn og skjálftar yfir 4 að stærð gætu fundist í byggð. Einnig má gera ráð fyrir gikkskjálftavirkni á næstu dögum vegna þess að kvikuinnskotið veldur aukinni spennu á svæðinu. Grjóthrun getur orðið í kjölfar öflugra skjálfta, því skal fara með varúð við brattar hlíðar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 27. september 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 26. september 2024

Para- og fjölskylduráđgjöf

Fréttir / 23. september 2024

Réttađ í blíđviđri í Grindavík

Fréttir / 12. september 2024

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

Fréttir / 10. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

Fréttir / 4. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 26. ágúst 2024

Kalka opnar ađ nýju í Grindavík