Upplýsingafundur fyrir íbúa Grindavíkur verður haldinn í dag í íþróttamiðstöðinni 2. nóvember og hefst hann kl. 17:00. Tilefni fundarins eru jarðhræringar norðvestan við fjallið Þorbjörn. Fundurinn verður einnig í beinu streymi og verður tengill á útsendingu aðgengilegur bæði hér á vefsíðunni, Facebook og YouTube rás bæjarins.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Frummælendur:
- Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum
- Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og jarðhniks hjá Veðurstofu Íslands
- Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku
- Egill Sigmundsson, sviðsstjóri rafmagnssviðs hjá HS Veitum
- Inga Guðlaug Helgadóttir, deildarstjóri sálfélagslegrar þjónustu HSS og Ragnhildur Magnúsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri barna hjá HSS. (Líðan á óvissutímum)
Að loknum framsögum verða umræður og fyrirspurnir
Til svara auk frummælenda (panelumræður):
- Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
- Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands
Fundarstjóri: Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur