Fundur 136

  • Frćđslunefnd
  • 26. október 2023

136. fundur Fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 12. október 2023 og hófst hann kl. 16:30.


Fundinn sátu:
Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson, formaður,
Eva Lind Matthíasdóttir, varaformaður,
Eva Rún Barðadóttir, aðalmaður,
Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður,
Snædís Ósk Guðjónsdóttir, aðalmaður,
Jóhanna Lilja Birgisdóttir, deildarstjóri skólaþjónustu

Einnig sátu fundinn:
Fríða Egilsdóttir, leikskólastjóri,
Inga Þórðardóttir, skólastjóri,
Hulda Jóhannsdóttir, leikskólastjóri,
Eysteinn Þór Kristinsson, skólastjóri,
Berglind Hrönn Hlynsdóttir, áheyrnarfulltrúi,
Erla Rut Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi.


Fundargerð ritaði:  Jóhanna Lilja Birgisdóttir, deildarstjóri skólaþjónustu

Dagskrá:

1.      Endurskoðun Skólastefna Grindavíkurbæjar - 2309086
    Skólastjórar grunn- og leikskóla ásamt áheyrnarfulltrúum kennara og foreldra sátu undir þessum lið. 

Fræðslunefnd leggur til skipan um sameiginlegan stýrihóp að vinnu skólastefnu Grindavíkurbæjar og heildrænnar læsisstefnu bæjarins. Lagt er til að stýrihópurinn verði skipaður af fulltrúum frá skólastofnunum, fræðslunefnd, foreldrum og fulltrúa frá skólaskrifstofu. Gera þarf ráð fyrir fjármagni í vinnu hópsins í fjárhagsáætlun 2024. Fræðslunefnd vísar málinu til umfjöllunar í bæjarráð. 


         
2.      Frístundaheimili og aðlögun nemenda sem eru að hefja grunnskólagöngu - 2301106
    Skólastjórar grunn- og leikskóla ásamt áheyrnarfulltrúum kennara og foreldra sátu undir þessum lið. 

Umræða um frístundaheimili með það að markmiði að brúa bilið milli leik- og grunnskólagöngu nemenda og aðlögun nemenda í grunnskóla. Fræðslunefnd felur sviðstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs að kostnaðarmeta verkefnið og tímasetja aðgerðaráætlun. Einnig felur fræðslunefnd sviðstjóra að gera ráð fyrir fjármagni fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun 2024. Málinu vísað til umfjöllunar í bæjarráð. 
         
3.      Ytra mat á skólastofnunum og skólaþjónustu Grindavíkurbæjar - 2110118
    Skólastjórar grunn- og leikskóla ásamt áheyrnarfulltrúum kennara og foreldra sátu undir þessum lið. 

Umræða um Ytra mat sveitarfélags á skólastofnunum Grindavíkurbæjar. Ljóst þykir að unnið er að viðamiklum breytinga á menntakerfinu. Þar sem verið er að vinna að nýjum heildarlögum um skólaþjónustu og nýrri stofnun Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. 

Fyrir liggur frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu starfar í þágu barna og ungmenna á sviði fræðslu- og menntamála. 

Í nýju frumvarpi til laga kemur m.a. fram að eftirlitsverkefni samrýmast ekki hlutverki Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og er lagt til í frumvarpinu að mennta- og barnamálaráðuneyti taki alfarið við eftirliti með skólastarfi. Í frumvarpinu er jafnframt getið til um að innan mennta- og barnamálaráðuneytisins er hafin vinna við að endurskoða eftirlit með skólastarfi, m.a. hvort rétt sé að koma eftirliti með skólastarfi í eftirlitsstofnun. 

Í ljósi þeirra viðamiklu breytinga sem eiga sér stað á menntakerfinu. Leggur fræðslunefnd til að formaður fræðslunefndar og deildarstjóri skólaþjónustu endurskoði áætlun um ytra mat sveitarfélagsins á skólastarfi sem lögð var fram í fræðslunefnd til samþykktar þann 22.03.2022. 

         
4.      Endurnýjun á samstarfssamningi við Samtökin ´78 - 2309094
    Skólastjórar grunn- og leikskóla ásamt áheyrnarfulltrúum kennara og foreldra sátu undir þessum lið. 

Drög að endurnýjuðum samstarfssamningi við Samtökin '78 lögð fram. Samningurinn felur meðal annars það í sér að Samtökin '78 sinni áframhaldandi hinsegin fræðslu í öllum grunn og -leikskólum Grindavíkurbæjar. Einnig er einnig samið um sérstaka hinseginfræðslu til starfsfólks skólanna og jafningjafræðslu til nemenda grunnskóla. 

Fræðslunefnd tekur undir bókun frístunda- og menningarnefndar að samningurinn verði undirritaður og fagnar samstarfi við Samtökin 78. 

         
5.      Starfsáætlun skólaþjónustu Grindavíkurbæjar 2023-2024 - 2310025
    Skólastjórar grunn- og leikskóla ásamt áheyrnarfulltrúum kennara og foreldra sátu undir þessum lið. 

Deildarstjóri kynnti starfsáætlun skólaþjónustu fyrir skólaárið 2023-2024. Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna.
         
6.      Starfsumhverfi og starfsaðstæður í leikskólum - 2310026
    Skólastjóri leikskóla og áheyrnarfulltrúi kennara sátu undir þessum lið. 

Umræða um starfsumhverfi og starfsaðstæður í leikskólum Grindavíkurbæjar. Minnisblað lagt fram. 

         
7.      Starfsáætlun Tónlistarskóli Grindavíkurbæjar 2023-2024 - 2310027
    Skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkurbæjar kynnti starfsáætlun tónlistarskólans fyrir skólaárið 2023-2024. Fræðslunefnd þakkar skólastjóra fyrir kynninguna.
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 3. september 2024

Fundur 1664

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2024

Fundur 576

Bćjarstjórn / 21. ágúst 2024

Fundur 575

Bćjarráđ / 14. ágúst 2024

Fundur 1663

Bćjarstjórn / 23. júlí 2024

Fundur 574

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554