Ari Eldjárn međ nýtt grín í Kvikunni

  • Sýning
  • 3. október 2023

Uppistandarinn Ari Eldjárn er væntanlegur til Grindavíkur í nóvember.  Í tilkynningu frá Ara kemur fram að hann standi fyrir skemmtilegri og tilraunakenndri uppistandssýningu þar sem hann prófi nýtt grín og fer á flug með áður óbirt efni. Hann verður í Kvikunni menningarhúsi fimmtudaginn 23. nóvember kl.20:00 og er  miðasala hafin á Tix.is

 „Sumt verður lesið af blöðum, annað samið á staðnum og brandaranir ýmist fyndnir eða ekki. Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að reka augun inn á verkstæðið og sjá hvernig uppistand verður til og slípast.

Hver og ein sýning er einstök. Áheyrendur upplifa atriði sem ekki verða endurtekin en sjá líka frumdrög að stærri atriðum sem verða flutt í sýningum á borð við Áramótaskopið.

Missið ekki af áhugaverðri tilraun þar sem allt fær að fljúga!

Ath. Sýningin er í eðli sínu tilraunakennd og því er ekki hægt að segja með vissu hvað hver sýning er löng," kemur jafnframt fram í tilkynningunni.  


Deildu ţessari frétt

AĐRIR VIĐBURĐIR

Fréttir / 16. maí 2024

Stađa sorphirđu í Grindavík

Fréttir / 3. maí 2024

Landađur afli ađ aukast

Fréttir / 30. apríl 2024

Fótboltinn rúllar af stađ

Fréttir / 29. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 29. apríl 2024

Fréttir / 29. apríl 2024

Styrktarbingó Grindavíkur og Breiđabliks