Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

  • Fréttir
  • 22. september 2023

Fáið fjölskyldumeðlim eða vin með ykkur út í göngu og takið þátt í fjársjóðsleitinni með okkur. Í lok leitarinnar getið þið farið inn í Kvikuna og gætt ykkur á ljúffengum heitum drykk. Einnig fá öll þau sem taka þátt glaðning sem hægt er að nálgast í Kvikunni milli 11:00-17:00 (lokað á sunnudögum).

Sjö krukkur verða faldar hér og þar um bæinn. Í krukkunum er bókstafur. Takið myndir af stöfunum í krukkunum eða skrifið þá hjá ykkur. Þið þurfið síðan að raða þeim þannig að þeir myndi orð.

Þeir sem vilja mega senda okkur myndir af sér/hópnum í leitinni sem við myndum síðan birta á okkar samfélagsmiðlum með ykkar leyfi.

Hvetjum öll til þess að taka þátt unga sem aldna!

Krukkurnar eru faldar á sex stöðum í bænum. Hér má sjá kort þar sem krukkurnar hafa verið merktar inn. 

Starfsfólk og unglingar í Þrumunni


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 29. nóvember 2023

Opnun Grindavíkurhafnar

Fréttir / 28. nóvember 2023

Stuđningstorg fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 27. nóvember 2023

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík 2023

Fréttir / 24. nóvember 2023

Frekari rýmkun, flutningur stćrri hluta

Fréttir / 22. nóvember 2023

Til fasteignaeigenda í Grindavík

Fréttir / 20. nóvember 2023

Skólastarf hefst á ný 

Fréttir / 20. nóvember 2023

Frá bćjarstjórn Grindavíkur

Fréttir / 18. nóvember 2023

Tvíhöfđi í Smáranum