Dagskrá bćjarstjórnarfundarins 26. september

  • Fréttir
  • 22. september 2023

543. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur verður haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 26. september 2023 og hefst kl. 16:00. Fundinum verður einnig streymt á YouTube síðu bæjarins.
Dagskrá:

Almenn mál
1.      2306046 - Aðalskipulagsbreyting íþróttasvæði (ÍÞ1) og íbúðarbyggð (ÍB7)
    Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem er í samræmi við samþykkta deiliskipulagstillögu. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar fyrir auglýsingu. 
Einnig að verði engar athugasemdir að hálfu Skipulagsstofnunar þá sé skipulagsfulltrúa falið að auglýsa skipulagstillöguna í framhaldinu samhliða breyttu deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið. 

Bókun skipulagsnefndar er send til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
         
2.      2106087 - Deiliskipulag íþróttasvæðis (ÍÞ1)
    Deiliskipulagstillaga fyrir íþróttasvæði (Í1) lögð fram til samþykktar í auglýsingu. Skipulagsnefnd samþykkir skipulagstillögu með áorðnum breytingum og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa skipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan verður auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið. 

Bókun skipulagsnefndar er send til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
         
3.      2309037 - Keflavíkurflugvöllur - umsögn á lýsingu nýs aðalskipulags
    Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur óskað eftir umsögn við skipulags- og matslýsingu á endurskoðun aðalskipulags Keflavíkurflugvallar 2023-2040. 

Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum þann 18. september sl. og gerði ekki athugasemd og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
         
4.      2309065 - Hafnarfjarðarkaupstaður - umsögn á auglýstri tillögu aðalskipulagsbreytingar
    Hafnarfjarðarkaupstaður hefur óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar við eftirfarandi mál í skipulagsgáttinni: 

Færsla á Hamraneslínu 1 og 2, breyting á aðalskipulagi, nr. 0576/2023: Auglýsing tillögu (Breyting á aðalskipulagi). 

Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum þann 18. september sl. og gerði ekki athugasemd og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
         
5.      2308207 - Aðalskipulagsbreyting vegna Móa - Miðbæjar í Þorlákshöfn
    Sveitarfélagið Ölfus hefur óskað eftir umsögn við eftirfarandi mál: 

Aðalskipulagsbreyting vegna Móa - Miðbæjar í Þorlákshöfn, nr. 0374/2023: Auglýsing tillögu (Breyting á aðalskipulagi). Kynningartími er til 28. september 2023. 

Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum þann 18. september sl. og gerði ekki athugasemd og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
         
6.      2305023 - Samþykkt um sorphirðu
    Lögð fram uppfærð samþykkt um sorphirðu eftir athugasemdir frá heilbrigðisnefnd Suðurnesja.
         
7.      2309021 - Malbikun gatna - beiðni um viðauka
    Lögð er fram viðaukabeiðni vegna malbikunar á árinu 2023. Tölvupóstur frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs lagður fram. 

Óskað er eftir viðauka að fjárhæð 20.000.000 kr. vegna malbikunar gatna á árinu. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á verkefnunum, Hópsskóli, aðkoma að Hópsskóla um 10.000.000 kr. og lækkun á verkefninu 32-115110 Gatnakerfi, nýjar götur um 10.000.000 kr. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
         
8.      2309028 - Farsæld barna - Beiðni um viðauka
    Óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 beggja leikskóla og grunnskóla til að fjármagna hlutverk tengiliða innan skólanna - í þágu farsældar barna. 

Heildarfjárhæð viðaukabeiðni er 5.134.000 kr. og skiptist hún niður á skólana skv. framlögðu minnisblaði. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með hækkun á áætlun staðgreiðslu. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
         
9.      2303009 - Erasmus ungmennaskiptaverkefni
    Óskað er eftir viðauka að upphæð 6.385.000 kr. vegna samskipta ungmennaráða Grindavíkurbæjar og Malaga. 

Viðaukinn er fjármagnaður með styrk frá Erasmus. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
         
10.      2207044 - Sóknaráætlun Suðurnesja - tilnefning í Uppbyggingarsjóð Suðurnesja
    Tilnefna þarf nýjan fulltrúa í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja.
         
Fundargerðir til kynningar
11.      2302009 - Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023
    Fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
         
12.      2302009 - Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023
    Fundargerð 932. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
         
13.      2302009 - Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023
    Fundargerð 933. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
         
14.      2302049 - Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023
    Fundargerð 792. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lögð fram til kynningar.
         
15.      2302049 - Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023
    Fundargerð 793. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lögð fram til kynningar.
         
16.      2303065 - Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2023
    Fundargerð 549. fundar Kölku lögð fram til kynningar.
         
17.      2301125 - Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulag Suðurnesja
    Fundargerð 40. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja lögð fram til kynningar.
         
18.      2308011F - Bæjarráð Grindavíkur - 1652
         
19.      2309009F - Bæjarráð Grindavíkur - 1653
         
20.      2309002F - Skipulagsnefnd - 124
         
21.      2309016F - Skipulagsnefnd - 125
         
22.      2309001F - Fræðslunefnd - 134
         
23.      2309004F - Frístunda- og menningarnefnd - 127

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 21. júní 2024

Sumarhátíđ Leikskólans Lautar

Fréttir / 18. júní 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkur

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 17. maí 2024

Fréttabréfiđ Grindvíkingur