Lausar stöđur viđ Heilsuleikskólann Krók

  • Fréttir
  • 15. september 2023

Heilsuleikskólinn Krókur óskar eftir fólki í uppeldi og menntun barna til starfa sem fyrst, um tímabundið starf er að ræða sem hugsanlega getur orðið til framtíðar.

Heilsuleikskólinn Krókur er sjálfstætt starfandi skóli í Grindavík. Skólinn er fimm deilda með um 106 börn og 35 starfsmenn.

Í stefnu skólans er lögð rík áhersla á jákvæða og umhyggjusama skólamenningu og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna, traust og gleði ríkir.

Í stefnu skólans er lögð áhersla á heilsueflingu, jákvæð og uppbyggjandi samskipti, frjálsan leik í flæði, umhverfismennt, jóga og núvitund með áherslu á umhyggjusamt námsumhverfi.

Einkunnarorð okkar er „heilbrigð sál í hraustum líkama“.

Nánari upplýsingar veita:

Hulda Jóhannsdóttir skólastjóri í síma 426-9998 eða netfangið krokur@skolar.is 

Bylgja Kristín Héðinsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 426-9998 eða netfangið bylgja.hedinsdottir@skolar.is  


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. mars 2025

Póstbox í Grindavík

Fréttir / 26. febrúar 2025

Ađalfundur Grindavík Experience

Fréttir / 24. febrúar 2025

Hér er íbúakönnun Maskínu

Fréttir / 20. febrúar 2025

Sundlaugin opin á laugardögum og mánudögum