Íslenskur dagur í Uniejów

  • Fréttir
  • 12. september 2023

Íslenskur dagur var haldinn í vinabæ Grindavíkur í Póllandi laugardaginn 26. ágúst, en dagurinn var skipulagður af vinabæjunum Uniejów og Grindavík með aðkomu íslenska sendiráðsins í Póllandi. 

Sendinefnd Grindavíkur var skipuð Fannari Jónassyni, bæjarstjóra, Magdalenu K. Filimonow, þjónustufulltrúa hjá félags- og skólaþjónustu, Eggerti Sólberg Jónssyni, sviðsstjóra frístunda- og menningarmála og Nökkva Jónssyni, sviðsstjóra félagsþjónustu. 

Það var bæjarstjóri Uniejów, Józef Kaczmarek sem hóf dagskrána en í kjölfarið flutti Fannar Jónasson, bæjarstjóri ræðu auk Hannesar Heimissonar sendiherra. Boðið var upp á kjötsúpu, íslenskan plokkfisk, harðfisk, súkkulaði og íslenskt brennivín. Þá var til kynningar íslenskt handprjón.

Fyrirlestrar voru fluttir um íslenska siði og menningu auk þess sem bæði voru til sýnis íslenskar kvikmyndir og landslagsmyndir. 

Að sjálfsögðu vakti hin þekkta íslenska tvenna athygli; hákarl og brennivín. Þrátt fyrir að slíkt krefjist oft hugrekkis þeirra sem litið þekkja til, þá kláraðist allt það sem boðið var upp á. Þá bauð pólskt heimafólk upp á heimagerða sérrétti.

Uniejów er nýjasti vinabær Grindavíkurbæjar en fyrir eru Jonzac í Frakklandi, Penistone í Bretlandi, Piteå í Svíþjóð, Rovaniemi í Finnlandi og Ílhavo í Portúgal. 


 

 

Myndir: Uniejow.net.pl

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. janúar 2025

Vinnustofa Sóknaráćtlunar Suđurnesja

Fréttir / 23. desember 2024

Jólakveđja frá bćjarstjórn

Fréttir / 18. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 17. desember 2024

Ćvisaga Edda í Hópsnesi komin út

Fréttir / 8. desember 2024

Samverustundir 8.-13. desember

Fréttir / 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík