Bekk komiđ fyrir á Ţorbirni til minningar um fyrrum hermann

  • Fréttir
  • 7. september 2023

Í seinni heimsstyrjöldinni var rekin ratsjárstöð á vegum bandaríska flughersins á Þorbirni. Framkvæmdir við stöðina hófust í október 1941 þegar vegur var lagður upp á fjallið. Starfsemi hófst í apríl 1942. Stöðin nefndist Camp Vail, eftir Reymond T. Vail, fyrsta óbreytta hermanninum sem lést á Íslandi. Ummerki um þær byggingar sem stóðu á fjallinu eru lítt sjáanleg í dag. Þar má þó sjá eldstæði, grunna og tóftir.

Einn þeirra bandarísku hermanna sem starfaði við stöðina var Eugene Bullerman. Eugene fæddist 7. júní 1924 í Oak Park, Illinois. Hann flutti til Windsor, Illinois ungur að aldri. Hann var eins og margir ungir menn sendur í herinn og kom til Íslands 1944 og þjónaði hér á landi til ársins 1945. Sjálfur sagði hann frá því að siglingin hingað til lands hafi tekið viku í ólgusjó og miklum öldugangi.

Hann ræddi sjaldan við fjölskyldu sína um dvöl sína á Íslandi en sagðist þó hafa dvalið í Camp Vail sem staðsett var í gíg á toppi eldfjalls. Honum fannst óþægilegt að sofa fyrstu næturnar í gígnum og ímyndaði sér óróann í eldfjallinu undir niðri. Hermönnunum fannst þeir vera frekar einangraðir í gígnum á Þorbirni. Hann fór þó stöku sinnum til Reykjavíkur á meðan dvöl hans á Íslandi stóð.

Í Bandaríkjunum hafði hann búið á litlum bóndabæ. Þar var mikið flatlendi og hafði hann aldrei farið út fyrir sveitina þegar hann var fluttur til Íslands. Á Íslandi var umhverfið því framandi fyrir ungan mann. Ekki síður var það ógnvænlegt að sá orðrómur gekk stöðugt að fljótlega yrðu þeir sendir í fremstu víglínu í Evrópu.

Í Camp Vail sinnti hann hlutverki loftskeytamanns. Hann ásamt veðurathugunarmanni lásu tvisvar á dag af veðurstöð á fjallinu. Upplýsingarnar sendu þeir áfram á herstöðvar víða um heim.

Eugene sagði fjölskyldu sinni frá því að það var mikið um „dauðan tíma“ á meðan dvöl hans á fjallinu stóð. Hann nýtti tímann m.a. til að ganga upp og niður fjallið, leigja hesta í Grindavík og fara í útreiðatúra.

Hann var aldrei sendur til Evrópu heldur fluttist aftur til Illinois þar sem hann bjó og rak rakarastofu á lóð Háskólans í Illinois (University of Illinois). Eugene lést 30. mars 2022, 97 ára að aldri. Hann skildi eftir sig einn son, 3 barnabörn og 2 langafabörn.

Brandon Bullerman, barnabarn Eugene, hafði samband við Grindavíkurbæ eftir að afi hans lést. Hann sendi sveitarfélaginu ómetanlegar myndir af lífinu í Camp Vail sem afi hans tók fyrir 70 árum. Nokkrar myndir úr safni hans má sjá með fréttinni. Í minningu Eugene hefur verið komið fyrir bekk á toppi Þorbjarnar sem göngugarpar eiga vafalaust eftir að fagna. Grindavíkurbær þakkar fjölskyldu Eugene kærlega fyrir gjöf þeirra.

 

Á Ferli má nálgast frekari upplýsingar um Camp Vail. Sjá hér

Jón Steinar Sæmundsson tók myndir af ummerkjum á toppi fjallsins fyrir Víkurfréttir 2021. Sjá hér

 

 

 

 

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. ágúst 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 14. ágúst 2024

Stuđningur viđ fyrirtćki enn í bođi

Fréttir / 13. ágúst 2024

Atvinnulífiđ af stađ eftir sumarfrí

Fréttir / 12. ágúst 2024

Vel sótt námskeiđ hjá Dale Carnegie

Fréttir / 12. ágúst 2024

Grindvíkingamót í Reykjanesbć

Fréttir / 8. ágúst 2024

Rýmingarkort fyrir Grindavík