Fundur 1652

  • Bćjarráđ
  • 6. september 2023

1652. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 5. september 2023 og hófst hann kl. 15:30.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sverrir Auðunsson, varamaður. Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka mál á dagskrá með afbrigðum sem 3. mál: 2309021 - Malbikun gatna - beiðni um viðauka. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.Endurbætur á klefum meistaraflokka í körfubolta 2023 - 2308218
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur óskar eftir styrk frá Grindavíkurbæ að upphæð 1.400.000 kr. til að mæta kostnaði við endurbætur á klefum meistaraflokka félagsins í körfuknattleik.

Bæjarráð samþykkið erindið og felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að leggja viðaukabeiðni fyrir næsta fund bæjarráðs, svo fremi að fyrir liggi reikningar vegna útlagðs kostnaðar.

2. Notkun íþróttamannvirkja til skemmtanahalds - 2308220
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lionsklúbbur Grindavíkur óskar eftir því að heimild verði gefin til að breyta opnunartíma sundlaugar þegar Kútmagakvöld klúbbsins verður haldið þann 8. mars 2024.

Bæjarráð veitir forstöðumanni heimild til að loka sundlauginni á meðan á kútmagakvöldi stendur.

3. Styrktarsamningur við Björgunarsveitina Þorbjörn - 2308226
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagður fram tölvupóstur frá sveitinni, dags. 21. ágúst sl. þar sem óskað er eftir viðræðum um endurnýjun á styrktarsamningi. Núverandi samningur, frá 31.12.2018, rennur út 31.12.2023.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna málið áfram.

4. Malbikun gatna - beiðni um viðauka - 2309021
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð er fram viðaukabeiðni vegna malbikunar á árinu 2023. Tölvupóstur frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs lagður fram. Óskað er eftir viðauka að fjárhæð 20.000.000 kr. vegna malbikunar gatna á árinu. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á verkefnunum, Hópsskóli, aðkoma að Hópsskóla um 10.000.000 kr. og lækkun á verkefninu 32-115110 Gatnakerfi, nýjar götur um 10.000.000 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

5. Rekstraryfirlit janúar - júní 2023 - 2308019
Lagt fram rekstraryfirlit janúar - júní 2023. Niðurstaða rekstrar Grindavíkurbæjar í heild er innan fjárheimilda. Þó eru nokkrar rekstraeiningar sem stefna í framúrkeyrslu.

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fara yfir málið með sviðsstjórum.

6. Fjárhagsáætlun 2024-2027 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2307077
Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. ágúst sl. varðandi forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027.

7. Byggðastofnun - Samanburður fasteignagjalda viðmiðunareignar árið 2023 - 2308221
Lögð fram samanburðarskýrsla Byggðastofnunar vegna fasteignagjalda viðmiðunareignar árið 2023.

8. Fundargerðir og gögn fjallskilanefndar 2023 - 2308145
Fundargerð fjallskilanefndar dags. 21. ágúst 2023 er lögð fram, sem og tilkynning dags. 24. ágúst um breytta dagsetningu á smala- og réttardegi. Réttað verður í Þórkötlustaðarétt sunnudaginn 17. september kl. 14:00.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 15. júlí 2025

Fundur 1686

Bćjarráđ / 2. júlí 2025

Fundur 1685

Bćjarráđ / 18. júní 2025

Fundur 1684

Afgreiđslunefnd byggingamála / 5. júní 2025

Fundur 87

Bćjarráđ / 3. júní 2025

Fundur 1683

Bćjarstjórn / 27. maí 2025

Fundur 586

Bćjarstjórn / 20. maí 2025

Fundur 585

Innviđanefnd / 16. maí 2025

Fundur 8

Innviđanefnd / 23. apríl 2025

Fundur 7

Bćjarráđ / 14. maí 2025

Fundur 1682

Bćjarráđ / 7. maí 2025

Fundur 1681

Bćjarstjórn / 30. apríl 2025

Fundur 584

Bćjarráđ / 10. apríl 2025

Fundur 1680

Innviđanefnd / 26. mars 2025

Fundur 6

Bćjarstjórn / 25. mars 2025

Fundur 583

Bćjarráđ / 11. mars 2025

Fundur 1678

Bćjarráđ / 4. mars 2025

Fundur 1677

Bćjarstjórn / 26. febrúar 2025

Fundur 582

Bćjarráđ / 18. febrúar 2025

Fundur 1676

Innviđanefnd / 17. febrúar 2025

Fundur 5

Bćjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bćjarráđ / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiđslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiđslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiđslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiđslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiđslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiđslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83