Brúnu bréfpokarnir sem hvert heimili fékk úthlutað samhliða nýjum tunnum, má nálgast í Nettó þegar þeir úthlutuðu klárast.
Söfnun á matarleifum eða lífrænum úrgangi er stórt skref í átt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Úr lífrænum úrgangi sem safnast við heimili er framleitt metangas og molta eða jarðvegsbætir. Metangas nýtist meðal annars sem bifreiðaeldsneyti og molta nýtist til landgræðslu.
Samkvæmt lögum sem tóku gildi árið 2023 varð óheimilt að urða lífrænan úrgang.
Frekari upplýsingar um alla sorpflokkun má nálgast hér.