Lúđrasveitarnám

  • Tónlistaskólafréttir
  • 24. ágúst 2023

Tónlistarskólinn í Grindavík býður upp á ódýrt lúðrasveitarnám þar sem nemandinn fær kennslu frá hljóðfærakennara á viðkomandi hljóðfæri í 3 manna hópum í hálftíma á viku. Nemendur mæta síðan á blásaraæfingu þar sem allir blástursnemendur æfa saman og þar er oftar en ekki glatt á hjalla. Blásarasveitin æfir einu sinni í viku og kemur fram á tónleikum og öðrum uppákomum. Þau hljóðfæri sem í boði eru í þessu námi eru: trompet, althorn, túba, básúna, þverflauta, klarinett, óbó og saxafónn.


Deildu ţessari frétt