Fundur 1651

  • Bćjarráđ
  • 23. ágúst 2023

1651. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 22. ágúst 2023 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka tvö mál á dagskrá með afbrigðum. Sem 2. mál: 2308175 - Förum alla leið - Samþætt þjónusta í heimahúsum. Sem 4. mál: 2304078 - Ný vefsíða. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:
1. Beiðni um námsvist í grunnskóla - 2307083

Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að leggja fyrir viðaukabeiðni á næsta bæjarráðsfund vegna málsins.

2. Förum alla leið - Samþætt þjónusta í heimahúsum - 2308175
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Tvö ráðuneyti óska eftir umsóknum frá sveitarfélögum og heilbrigðisstofnunum (sem reka heimahjúkrun) um þátttöku í þróunarverkefni um samþætta heimahjúkrun og -þjónustu. Valin verða sex svæði til þátttöku. Umsóknarfrestur er til 1.9.2023.

Bæjarráð tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að vinna málið áfram.

3. Framkvæmdir við Grunnskólann Ásabraut - 2308016
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Farið yfir stöðu verkefnisins.

4. Ný vefsíða - 2304078
Upplýsinga- og markaðsfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram kostnaðarmat frá 4 aðilum í gerð á nýrri heimasíðu.

Upplýsinga- og markaðsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

5. Fjárhagsáætlun 2024-2027 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2307077
Lögð fram tillaga að tímaramma við fjárhagsáætlun 2024-2027.

Bæjarráð samþykkir tímarammann.

6. Beiðni um viðauka vegna kjarasamninga ofl. - bæjarskrifstofa - 2308046
Lögð fram beiðni um viðauka vegna launaliða á bæjarskrifstofu og tölvudeild. Alls viðaukabeiðni er 11.625.000 sem lagt er til að verði fjármögnuð með lækkun bókhaldsliðar "21611-1119 Lagt til hliðar vegna kjarasamninga" að fjárhæð 8.069.000 og með hækkun á áætlun staðgreiðslu, bókhaldsliður 00010-0021 að fjárhæð 3.556.000 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

7. ADHD samtökin - styrkbeiðni - 2308014
Samtökin óska eftir styrk frá Grindavíkurbæ.

Bæjarráð samþykkir að styrkja samtökin um 100.000 kr. af styrktarlið bæjarráðs.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135

Frćđslunefnd / 7. september 2023

Fundur 134

Frćđslunefnd / 29. júní 2023

Fundur 133

Frćđslunefnd / 7. júní 2023

Fundur 132

Bćjarráđ / 17. október 2023

Fundur 1656

Bćjarráđ / 24. október 2023

Fundur 1657

Öldungaráđ / 13. febrúar 2023

Fundur 15

Skipulagsnefnd / 2. október 2023

Fundur 126

Bćjarráđ / 10. október 2023

Fundur 1655

Bćjarráđ / 3. október 2023

Fundur 1654

Afgreiđslunefnd byggingamála / 29. september 2023

77.fundur

Bćjarstjórn / 26. september 2023

Fundur 543

Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023

Fundur 128

Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023

Fundur 127

Skipulagsnefnd / 18. september 2023

Fundur 125

Bćjarráđ / 12. september 2023

Fundur 1653

Skipulagsnefnd / 4. september 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 5. september 2023

Fundur 1652

Bćjarstjórn / 29. ágúst 2023

Fundur 542

Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023

Fundur 123

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2023

Fundur 75

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. ágúst 2023

Fundur 76

Bćjarráđ / 22. ágúst 2023

Fundur 1651

Bćjarráđ / 11. júlí 2023

Fundur 1649