Fundur 1649

  • Bćjarráđ
  • 12. júlí 2023

1649. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 11. júlí 2023 og hófst hann kl. 15:00.
 

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi. Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að taka inn mál á dagskrá með afbrigðum sem 1. mál: 2306071 Fráveita Grindavíkurbæjar - dælustöð við Miðgarð - framkvæmd. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fráveita Grindavíkurbæjar - dælustöð við Miðgarð - framkvæmd - 2306071
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Tilboð í byggingu á dælustöð á fráveitukerfi Grindavíkurbæjar lögð fram.

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að gera samning við lægstbjóðendur.

2. Hópsvegur 1 - breyting á deiliskipulagi - 2303092
Grenndarkynningartíma vegna deiliskipulagstillögu við Hópsveg 1 lauk þann 9. maí sl. Tvær athugasemdir bárust. Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til þess að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust og felur skipulagsfulltrúa að svara þeim er gerðu athugasemd við skipulagstillöguna. Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á fundi 122 þann 19. júní sl. og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir deiliskipulagstillöguna og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana í samræmi við skipulagslög og felur skipulags- og umhverfissviði að svara erindi lóðarhafa við Sjónarhól.

3. Sérstakur húsnæðisstuðningur - Breyting á reglum - 2305120
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Drög að breyttum reglum (bótafjárhæðir/tekjutafla) um sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins lögð fyrir bæjarráð.

Bæjarráð felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að kostnaðarmeta þær tillögur sem lagðar voru fram á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

4. Samstarf um svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og afbrotum - 2306080
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram bréf frá Ríkislögreglustjóra, dags. 21. júní 2023 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélögin Grindavík, Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Voga ásamt Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum um áframhaldandi þróun á svæðisbundnu samráði gegn ofbeldi og öðrum afbrotum og að gengið verði frá samstarfsyfirlýsingu þess efnis.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.

5. Álagning seinni hluta sorpgjalda 2023 - 50 af kostnaði við meðhöndlun sorps - 2306082
Lögð fram álagning síðari hluta sorpgjalda ársins 2023.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:05.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659