Í morgun var í nógu að snúast í Grindavíkurhöfn. Vermland losaði fiskifóður við Norðurgarð á meðan starfsmenn Klafa lönduðu úr Sturlu GK 12 og Bergi VE 44 við Miðgarð.
Sturla landaði alls um 70 tonnum þar af um 58 tonnum af ufsa. Bergur sem kom til hafnar í Grindavík í fyrsta skipti eftir að SVN keypti Vísi, landaði fullfermi eða um 80 tonnum þar sem helmingur aflans var þorskur eða um 130 kör og hinn helmingurinn var blandaður afli.
Von er á nokkrum strandveiðibátum seinnipart dagsins en strandveiðarnar hafa gengið ágætlega hjá Grindavíkur trillum þegar veður leyfir.
Myndir: Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri