Fundur 121

  • Skipulagsnefnd
  • 6. júní 2023

121. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 5. júní 2023 og hófst hann kl. 16:15.
Fundinn sátu:
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður,
Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður,
Unnar Á. Magnússon, aðalmaður og Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1.      Deiliskipulag íþróttasvæðis - 2106087
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir dagskrárliðnum. 

Deiliskipulagstillaga íþróttasvæðis lögð fram í kjölfar vinnu við tillöguna eftir að vinnslutillaga var kynnt á íbúafundi, heimasíðu Grindavíkurbæjar og fyrir umsagnaraðilum. 

Uppfærð vinnslutillaga var send til UMFG í rýni og eru viðbrögð við þeim pósti lögð fyrir skipulagsnefnd. 

Skipulagsnefnd leggur til að færa fjölbýlishús til norðurs, þ.e. frá bílastæðum við sundlaugarbyggingu til að auka pláss við fyrirhugaðan þjónustuinngang. 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leggja uppfærða skipulagstillögu fyrir bæjarráð. Þá er skipulagsfulltrúa falið að vinna tillögu að breytingu á gildandi aðalskipulagi Grindavíkurbæjar vegna fjölbýlishúss á skipulagstillögunni norðan við sundlaugina með Stamphólsvegi. 

         
2.      Deiliskipulagsbreyting á lóðum við Bláa Lónið. - 2306007
    Í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagalaga nr. 123/2010 óska Eldvörp ehf. eftir heimild til þess að breyta deiliskipulagi lóða sem Bláa Lónið notar undir sína starfsemi við Norðurljósaveg. 

Skipulagsnefnd samþykkir að heimila Eldvörpum ehf. að vinna deiliskipulagsbreytingu fyrir þær lóðir sem Bláa Lónið er með starfsemi á sinn kostnað. Erindinu er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. 
         
3.      Deiliskipulagsbreyting við Hafnargötu frá Ránargötu til vesturs - 2305124
    Hugmyndir að breytingu á deiliskipulagi við Hafnargötu frá Ránargötu til Vesturs lögð fram. 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við þær tillögur sem voru lagðar fram á fundinum. Vinnan skal fara fram í góðu samráði við lóðarhafa. 
         
4.      Borgarhraun 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2302079
    Sigurbjörg Gunnarsdóttir sótti um byggingarleyfi vegna Borgarhrauns 1 og var erindið tekið fyrir fyrst á fundi skipulagsnefndar þann 23. mars 2023. Umsóknin var grenndarkynnt á tímabilinu 21. mars 2023 til og með 20. apríl 2023. Á grenndarkynningartímanum kom ein athugasemd. Á fundið skipulagsnefndar þann 3. maí 2023 var byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa falið að skoða málið betur m.a. með hliðsjón af því hvaða notkun er í húsinu. 

Í ljós hefur komið að þær teikningar sem fylgdu byggingarleyfisumsókninni eru ekki réttar m.v. núverandi skipulag byggingar og notkun hennar. Því er byggingarleyfisumsókninni hafnað og leggur skipulagsnefnd það til við umsækjanda að hann sæki um byggingarleyfi á nýjan leik með réttum teikningum og að í umsókninni komi fram m.a. hver notkun hússins verður og hvernig leysa á bílastæðamál innan lóðar. 
         
5.      Ásabraut 5 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2305070
    Magnús Kristján Guðjónsson sækir um byggingarleyfi vegna Ásabrautar 5. Ætlunin er að stækka eldhús og stofu til suðurs svo hægt sé að koma fyrir borðkrók við eldhúsið og að stækkun stofu nýtist sem sólstofa. Stækkun á eldhúsi yrði um 15 m² og stækkun á stofu um 20 m². Samtals er því um að ræða um 35 m² stækkun hússins. Lagt er upp með að viðbyggingarnar verði úr timbri/gleri, á steyptar plötur sem fyrir eru. 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna umsóknina fyrir lóðarhöfum við Ásabraut 3 og 7. 
         
6.      Heiðarhraun 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2306006
    KE64 ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á norðurhluta bílskúrs, ásamt viðgerð á núverandi skúr. Stækkun verður á alrými bílskúrs ásamt því að inntök lagna verða færð úr íbúðarhúsi á útvegg viðbyggingar. Gólfkóti mun vera sami og núverandi gólfkóti bílskúrs, 20cm neðar en hús. Framlenging veggjar, er liggur samsíða lóðarmörkum, verður steyptur eldvarnarveggur með kanti. Aðrir veggir verða ýmist steyptir eða úr timbri. Útlit nýrra veggja verður í samræmi við núverandi bílskúr. Nýtt létt, 5° einhalla þak mun liggja yfir öllum bílskúr, hækkað um 35cm, til að fá meðalhæð 2,5m innanhúss. 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin fyrir lóðarhöfum við Heiðarhraun 1 og 5. 
         
7.      Breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032, íbúðarsvæði við ÍB3 (Laut). - 2209090
    Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2018-2032 að lokinni auglýsingu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir komu á auglýsingartíma. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni var auglýst deiliskipulag fyrir Laut sem er í samræmi við þá tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem hér um ræðir. 

Tillagan gerir ráð fyrir þéttingu byggðar í Laut ( 7 nýjar íbúðir í par- og raðhúsum) sem er innan ÍB3 á gildandi aðalskipulagi Grindavíkurbæjar. 

Skipulagsnefnd samþykkir aðalskipulagstillöguna og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
         
8.      Deiliskipulag fyrir Laut - 2106115
    Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi í Laut í Grindavík í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir komu á auglýsingartíma. Samhliða auglýsingu deiliskipulagsins var auglýst breyting á gildandi aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032. 

Megin viðfangsefni deiliskipulagsins er að útfæra lokaáfanga íbúðabyggðar við Laut ( 7 nýjar íbúðir á par- og raðhúsalóðum við nýja götu) ásamt því að setja skipulagsskilmála um heimildir á núverandi lóðum innan deiliskipulagssvæðisins. 

Skipulagsnefnd samþykkir skipulagstillöguna og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
         
9.      Breyting á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 - ósk um umsögn - 2305085
    Reykjanesbær óskar umsagnar á breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035. Iðnaðarsvæðið I5 á Reykjanesi er stækkað og heimilt byggingarmagn aukið skv. uppdrætti og greinargerð VSÓ ráðgjöf dags 23. janúar 2023. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna og vísar afgreiðslu málsins til afgreiðslu bæjarstjórnar. 
         
10.      Deiliskipulag orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi - ósk um umsögn - 2305087
    Reykjanesbær óskar umsagnar um nýtt deiliskipulag á Reykjanesi, unnin af VSÓ ráðgjöf ehf. Deiliskipulagið byggir á gildandi deiliskipulagi og gerir ráð fyrir sömu borteigum, vegum og mannvirkjagerð og eldra deiliskipulag. Í þágu atvinnuuppbyggingar og þróunar Auðlindagarðsins eru afmarkaðar nýjar lóðir við Lónsbraut til uppbyggingar atvinnustarfsemi sem getur nýtt afgangsstrauma frá Reykjanesvirkjun til fjölbreyttrar framleiðslu. Tillagan er auglýst samhliða endurskoðun aðalskipulags. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna og vísar afgreiðslu málsins til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

         
11.      Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2301125
    Fundargerð 37. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja þann 04.05.2023 lögð fram til kynningar.
         
12.      Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2301125
    Fundargerð 38. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja þann 12. maí lögð fram til kynningar.
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.


     


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135