Sjómannadagurinn 2023 - Dagskrá Sjóarans síkáta

  • Fréttir
  • 4. júní 2023

SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ

8:00 FÁNAR DREGNIR AÐ HÚNI
Fánar dregnir að húni og bæjarbúar hvattir til að flagga í tilefni Sjómannadagsins.

11:00-17:00 KVIKAN OPIN
Í Kvikunni er upplýsingamiðstöð Sjóarans síkáta, markaðstorg, leiksvæði fyrir yngstu börnin, vöfflusala á vegum UMFG og sýningin „Saltfiskur í sögu þjóðar“ á efri hæð hússins.

12:30 SJÓMANNADAGSMESSA Í GRINDAVÍKURKIRKJU
Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari. Kór Grindavíkurkirkju leiðir söng undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. Gissur Páll Gissurarson syngur einsöng. Ræðumaður verður Einar Hannes Harðarson.

Að lokinni messu fer fram heiðrun sjómanna í kirkjunni. Að heiðrun lokinni verður gengið að minnisvarðanum Von og lagður blómsveigur til minningar um þá sjómenn sem hafa drukknað. Grindavíkurdætur, undir stjórn Bertu Drafnar Ómarsdóttur, syngja við minnisvarðann.

13:00-17:00 TÍVOLÍ Á HAFNARSVÆÐINU
Frítt í öll leiktæki nema fallturninn í samvinnu við Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Grindavíkur.

13:00-16:00 ANDLITSMÁLUN
Andlitsmálun fyrir öll börn í Kvikunni. 13:00-17:00 VELTIBÍLLINN Hinn sívinsæli veltibíll verður fyrir utan Kvikuna.

13:00-17:00 FISKABÚR Á BRYGGJUKANTINUM
Lifandi sjávardýr í fiskabúrum á bryggjukantinum.

14:00-17:00 HÁTÍÐAR- OG SKEMMTIDAGSKRÁ Á HÁTÍÐARSVIÐI
Hátíðarhöld í tilefni sjómannadagsins og skemmtidagskrá á hátíðarsviðinu í Húllinu.

14:00 Hátíðarræða – Kári Stefánsson,  forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
14:20 Kynning á heiðrunum í tilefni af sjómannadeginum
14:30 Formleg afhending á nýsmíðuðum áttæring
14:40 Grindavíkurdætur
15:00 Latibær
15:20 Sjómannaþrautir

14:30 SÖNGSKEMMTUN Í VÍÐIHLÍÐ
Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson syngja fyrir íbúa í Víðihlíð og gesti þeirra. Að lokinni söngskemmtun er boðið upp á kaffiveitingar.

ALLA HELGINA

Candy-flos, popp, pylsurnar víðfrægu og fleira góðgæti til sölu í Ellubúð Slysavarnadeildarinnar Þórkötlu.

Vöfflur, kaffi og kakó til sölu í Kvikunni til styrktar 3. flokki kvenna í knattspyrnu.

Sölubásar á hátíðarsvæðinu og í Kvikunni.

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Fylgist með á sjoarinnsikati.is.

Erum líka á Facebook og Instagram.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 25. september 2023

Heilaheilsa í Kvikunni

Fréttir / 22. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

Fréttir / 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

Fréttir / 21. september 2023

Íţróttavika Evrópu 2023 í Grindavík

Fréttir / 21. september 2023

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG

Fréttir / 20. september 2023

Hvernig birtist ADHD á unglingsárunum?

Fréttir / 15. september 2023

Lausar stöđur viđ Heilsuleikskólann Krók

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 14. september 2023

Hvernig á ađ halda upp á 50 ára afmćli?

Fréttir / 12. september 2023

Íslenskur dagur í Uniejów

Fréttir / 8. september 2023

Lúđrasveitarnám

Fréttir / 7. september 2023

Styrktarhlaup/ganga á Ţorbjörn 9. september