Áttćringur vekur mikla athygli

  • Fréttir
  • 2. júní 2023

Á sjómannadaginn verður formleg afhending á nýsmíðuðum áttæring. Um er að ræða skip eins og forfeður okkar réu á til fiskjar fyrir meira en 100 árum. Áhugamenn í Grindavík undir forystu Ólafs Sigurðssonar skipstjóra ásamt Sjómannafélaginu í Grindavík standa fyrir smíðinni.

Fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson hefur sýnt smíðinni mikinn áhuga og tvisvar fjallað um smíðina í sjónvarpsfréttum. Nú síðast í gær. Smíðin á skipinu hófst í janúar og er nú lokið. Áttæringar voru helstu atvinnutæki landsmanna á nítjándu öld fyrir tíma vélbáta. Það eru Hollvinasamtökum áttæringsins að þakka að fjármögnun á smíðinni tókst og skipið er nú fullklárað. 

Í forsvari fyrir Hollvinasamtök áttæringsins eru þau Ólafur R. Sigurðsson, Óskar Sævarsson og Marta Karlsdóttir. Þá hefur Gunnar Tómasson unnið náið með þeim og verið bakbeinið í samtökunum. Þeir Ólafur og Óskar segja að unnið hafi verið að fjármögnun og smíði bátsins í um þrjú ár. Um sé að ræða mikilvæga heimild um atvinnusögu Grindavíkur. 

Fjallað var um smíðina í nýútkomnu tölublaði Járngerðar sem lesa má í heild sinni hér. 

„Þetta voru mikilvægustu atvinnutæki þjóðarinnar og íbúanna í Grindavík sem sóttu björg sína í sjóinn og hefur verið okkar lífsbjörg frá því land byggðist. Við áttum ekki líkan af alvöru áttæringi og þess vegna fórum við út í það að smíða skipið. Þetta er líkan af þeim skipum sem fórust hér á sundinu og sóttu björg í bú og gerðu það að verkum að það var lífvænlegt í Grindavík“ sagði Ólafur í viðtali.  

Á sunnudaginn verður formleg afhjúpun á nýsmíðuðum áttæring nánar tiltekið klukkan 14:30. Von er á skipinu til Grindavíkur seinni partinn í dag en áttæringurinn verður staðsettur austan megin við Kvikuna. 

 

Mynd til hægri: Hafliði Már Aðalsteinsson, bátasmiður, ásamt Óskari Sævarssyni og Ólafi R. Sigurðssyni við grind áttæringsins fyrr í vetur. 

 

Lagt af stað í róður árið 1922 eða 1923.

Skipið Björgvin frá Grindavík

Heimildir um áttæringin eru m.a. fengnar úr viðtali við Tómas Þorvaldsson og myndir eru úr safni Gunnars Tómassonar. 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 25. september 2023

Heilaheilsa í Kvikunni

Fréttir / 22. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

Fréttir / 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

Fréttir / 21. september 2023

Íţróttavika Evrópu 2023 í Grindavík

Fréttir / 21. september 2023

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG

Fréttir / 20. september 2023

Hvernig birtist ADHD á unglingsárunum?

Fréttir / 15. september 2023

Lausar stöđur viđ Heilsuleikskólann Krók

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 14. september 2023

Hvernig á ađ halda upp á 50 ára afmćli?

Fréttir / 12. september 2023

Íslenskur dagur í Uniejów

Fréttir / 8. september 2023

Lúđrasveitarnám

Fréttir / 7. september 2023

Styrktarhlaup/ganga á Ţorbjörn 9. september