Fundur 120

  • Skipulagsnefnd
  • 1. júní 2023

120. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 15. maí 2023 og hófst hann kl. 16:15.

Fundinn sátu:
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður,
Erla Ósk Wissler Pétursdóttir, varamaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður,
Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Elísabet Bjarnadóttir, sérfræðingur á skipulags- og umhverfissviði, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:
1.      Hópsvegur 1 - breyting á deiliskipulagi - 2303092
    Grenndarkynningartími vegna deiliskipulagstillögu við Hópsveg 1 er liðinn. Tvær athugasemdir bárust. 

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra og lögfræðingi skipulags- og umhverfissviðs að útbúa drög að viðbrögðum við þeim athugasemdum sem bárust. 
         
2.      Ufsasund 10 - umsókn um lóð - 2305053
    Ufsasund ehf. sækir um lóðina Ufsasund 10 til byggingar iðnaðarhúss. 

Samþykkt að uppfylltum skilyrðum gr. 3.2. reglna um lóðarúthlutanir í Grindavíkurbæ.
         
3.      Ufsasund 12 - umsókn um lóð - 2305054
    Ufsasund ehf. sækir um lóðina Ufsasund 12 til byggingar iðnaðarhúss. 

Samþykkt að uppfylltum skilyrðum gr. 3.2. reglna um lóðarúthlutanir í Grindavíkurbæ.
         
4.      Ásabraut 5 - Fyrirspurn um byggingaráform - 2305042
    Fyrirspurn varðandi fyrirhugaða stækkun/viðbyggingu (stækka eldhús og stofu til suðurs) á Ásabraut 5 lögð fram. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirspurnina. Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir áformunum til skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið, áformin yrðu í kjölfarið grenndarkynnt. 
         
5.      Sjónarhóll 129156 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2303077
    Grenndarkynningu vegna byggingaráforma við Sjónarhól er lokið án athugasemda. 

Með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða af hálfu skipulagsnefndar. 

Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
         
6.      Umsókn um framkvæmdaleyfi við Fagradalsfjall - 2208061
    Framkvæmdaleyfisumsókn vegna vegs/slóða upp á Fagradalsfjall lögðu fram. 

Skipulagsnefnd hefur farið yfir framkvæmdaleyfisumsókn Sigurðar Guðjóns Gíslasonar vegna gerð vegslóða upp á Fagradalsfjalls. 

Skipulagsfulltrúa er falið að óska eftir umsögn Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands í samræmi við 3. mgr. 37. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 þar sem framkvæmdin fer um svæði á C-hluta náttúruminjaskrár. 
         
7.      Sorpflokkun við heimili - Borgað þegar hent er, innleiðing - 2304042
    Málið tekið til umræðu í kjölfar íbúafundar sem haldinn var fimmtudaginn 11. maí í Gjánni. 

Skipulagsnefnd hvetur íbúa, fyrirtæki og stofnanir bæjarins að undirbúa aukna flokkun. 

Erindinu er vísað til umfjöllunar í bæjarráði. Skoða þarf hvort stofnanir sveitarfélagsins séu tilbúnar í aukna flokkun. 
         
8.      Samþykkt um sorphirðu - 2305023
    Drög að samþykkt um sorphirðu lögð fram til umfjöllunar. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við drögin og vísar þeim til bæjarráðs til umfjöllunar. 
         
9.      Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 72 - 2305005F 
    Fundargerð afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála nr. 72 lögð fram til upplýsinga.
         
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023

Fundur 128

Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023

Fundur 127

Skipulagsnefnd / 18. september 2023

Fundur 125

Bćjarráđ / 12. september 2023

Fundur 1653

Skipulagsnefnd / 4. september 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 5. september 2023

Fundur 1652

Bćjarstjórn / 29. ágúst 2023

Fundur 542

Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023

Fundur 123

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2023

Fundur 75

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. ágúst 2023

Fundur 76

Bćjarráđ / 22. ágúst 2023

Fundur 1651

Bćjarráđ / 11. júlí 2023

Fundur 1649

Bćjarráđ / 27. júní 2023

Fundur 1648

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. júní 2023

Fundur 74

Bćjarráđ / 20. júní 2023

Fundur 1647

Skipulagsnefnd / 19. júní 2023

Fundur 122

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2023

Fundur 126

Bćjarráđ / 13. júní 2023

Fundur 1646

Bćjarráđ / 6. júní 2023

Fundur 1645

Skipulagsnefnd / 5. júní 2023

Fundur 121

Skipulagsnefnd / 6. mars 2023

Fundur 116

Skipulagsnefnd / 15. maí 2023

Fundur 120

Bćjarstjórn / 30. maí 2023

Fundur 541

Bćjarráđ / 23. maí 2023

Fundur 1644

Bćjarráđ / 16. maí 2023

Fundur 1643

Frćđslunefnd / 4. maí 2023

Fundur 131

Hafnarstjórn / 8. maí 2023

Fundur 489

Bćjarráđ / 2. maí 2023

Fundur 1642

Skipulagsnefnd / 3. maí 2023

Fundur 119

Frístunda- og menningarnefnd / 3. maí 2023

Fundur 125

Nýjustu fréttir

Heilaheilsa í Kvikunni

  • Fréttir
  • 25. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

  • Fréttir
  • 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

  • Fréttir
  • 22. september 2023

Íţróttavika Evrópu 2023 í Grindavík

  • Fréttir
  • 21. september 2023