1644. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 23. maí 2023 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson, varamaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi. Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að taka inn mál á dagskrá með afbrigðum sem 11. mál: 2305081 - Tækifærisleyfi - Tímabundið áfengisleyfi - Sjómannaball 2023.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Starfsemi á iðnaðarlóð Grindavíkurbæjar - 2305063
Fulltrúar frá fiskeldisfélaginu Matorku mættu á fundinn og kynntu áform sín um uppbyggingu á iðnaðarlóð á svæði i5.
2. Beiðni um viðauka - Túngata - 2305058
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram beiðni um viðauka á fjárhagsáætlun sambýlis á Túngötu vegna ársins 2023. Viðaukinn snýr að 2 þáttum. Annars vegar framlengingar á 50% stöðugildi frá 1. júlí til ársloka að fjárhæð 2.434.000 kr. Hins vegar er óskað eftir heimild til að breyta starfslýsingum starfsfólks til samræmis við aukið álag og auknar starfsskyldur en það leiðir af sér launaflokkahækkun. Bæjarráð samþykkir nýjar starfslýsingar sem halda gildi sínu á meðan þetta álagstímabil stendur yfir. Dagsetning nýrra starfslýsinga verði 1. maí 2023. Kostnaðarauki vegna þessa er 3.047.000 á árinu 2023.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 5.481.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
3. Bygging nýrra íbúða - Verkalýðafélag Grindavíkur - 2305065
Lagt fram ódagsett bréf frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur þar sem óskað er eftir því að hafin verði bygging nýrrar íbúðablokkar í samvinnu Grindavíkurbæjar og Bjargs íbúðafélags.
Bæjarráð vísar erindinu til umræðu í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
4. Sjóarinn síkáti 2023 - 2301013
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Farið yfir drög að dagskrá hátíðarinnar.
5. Sjómannadagsblað Grindavíkur 2023 - 2305064
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur óskar eftir styrk að fjárhæð 500.000 kr. til dreifingar á Sjómannadagsblaði Grindavíkur í ár.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
6. Hafnargata 13 - Eigandi Rauði krossinn - 2210035
Lagt fram gagntilboð vegna Hafnargötu 13 með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Grindavíkur.
Bæjarráð vísar tilboðinu til samþykktar í bæjarstjórn.
7. Samþykkt um sorphirðu - 2305023
Lögð fram drög að samþykkt um meðhöndlun úrgagns í Grindavík. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við drögin og vísaði þeim til umfjöllunr í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir drögin og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
8. Gjaldskrá sorphirðu - 2305024
Lögð fram drög að nýrri gjaldskrá sorphirðu í Grindavík.
Bæjarráð samþykkir drögin og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
9. Sorpflokkun við heimili - Borgað þegar hent er, innleiðing - 2304042
Málið tekið til umræðu í kjölfar íbúafundar sem haldinn var fimmtudaginn 11. maí í Gjánni. Skipulagsnefnd hvetur íbúa, fyrirtæki og stofnanir bæjarins að undirbúa aukna flokkun.
Bæjarráð tekur undir með skipulagsnefnd.
10. Rekstur Fab Lab á Suðurnesjum - 2305008
Lagt fram minnisblað frá Menntaneti Suðurnesja, dags. 27. apríl sl. um stafræna smiðju þar sem gerð er grein fyrir markmiðum og fjármögnun verkefnisins.
Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir þátttöku Grindavíkurbæjar í verkefninu
11. Tækifærisleyfi - Tímabundið áfengisleyfi - Sjómannaball 2023 - 2305081
Óskað er eftir tímabundnu tækifærisleyfi vegna fyrirhugaðs sjómannaballs í íþróttahúsinu þann 3. júní 2023.
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. Slökkvilið Grindavíkur gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins að háðum skilyrðum.
Bæjarráð mælir með veitingu leyfisins en með sömu skilyrðum og slökkvilið Grindavíkur.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.