Umsóknarfrestur um starfsstyrki rennur út 31. maí

 • Fréttir
 • 24. maí 2023

Grindavíkurbær veitir árlega starfsstyrki til einstaklinga, félagasamtaka og/eða stofnana á frístunda- og menningarsviði í gegnum samstarfssamninga. Stuðningurinn er í formi fjárframlaga og/eða afnota af húsnæði í eigu sveitarfélagsins. 

Markmið samninganna er að: 

 • Draga úr kostnaði við frístunda- og tómstundaiðkun barna og unglinga í Grindavík.
 • Styðja við starf með börnum á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna í víðum skilningi.
 • Vinna gegn óæskilegu brottfalli í eldri aldurshópum iðkenda.
 • Styðja við afreksstarf hjá íþróttafélögum í Grindavík.
 • Styðja við menningarstarfsemi í samræmi við menningarstefnu Grindavíkurbæjar.
 • Styðja við viðburðahald í Grindavík.
 • Styrkja einstaklinga og félagasamtök til lista- og menningarsköpunar í Grindavík. 

Skipulagt frístunda- og menningarstarf þarf að uppfylla a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum til þess að það teljist styrkhæft:

 • Starfsemin/viðburður skal vera opin íbúum í Grindavík. 
 • Starfsemin sé ekki rekin í ágóðaskyni. 
 • Starfsemin fellur að menningarstefnu Grindavíkurbæjar.
 • Starfsemin fellur að frístundastefnu Grindavíkurbæjar.
 • Starfsemin fellur að íþróttastefnu Grindavíkurbæjar.
 • Aðilar, frístunda- og menningarstarf eða viðburður skal tengjast Grindavík með einhverjum hætti. 

Samningar Grindavíkurbæjar við félagasamtök á frístunda- og menningarviði gilda frá 1. janúar til 31. desember. Samningar eru ekki gerðir til lengri tíma en fjögurra ára í senn. Allir samningar skulu hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest.

Eftirfarandi samningar eru í gildi á frístunda- og menningarsviði á árinu 2024

 • Aðalstjórn UMFG (rennur út 31.12.2024)
 • Félag eldri borgara í Grindavík (rennur út 31.12.2025)
 • Golfklúbbur Grindavíkur (rennur út 31.12.2025)
 • GG knattspyrnufélag (rennur út 31.12.2025)
 • Grindavíkurkirkja (rennur út 31.12.2025)
 • Hestamannafélagið Brimfaxi (rennur út 31.12.2025)
 • Íþróttafélagið Nes (rennur út 31.12.2025)
 • Kvennakór Grindavíkur (rennur út 31.12.2025)
 • Minja- og sögufélag Grindavíkur (rennur út 31.12.2025)
 • Slysavarnardeildin Þórkatla (rennur út 31.12.2025)
 • Unglingadeildin Hafbjörg (rennur út 31.12.2025)

Meðal verkefna sem fengið hafa styrki undanfarin ár má nefna barnabókina Hasar í hrauninu, starfsemi Listvinafélags Grindavíkur, smíði á áttæring í fullri stærð og ljósmyndasýningu sem sett verður upp í ár. 

Umsóknum vegna ársins 2024 skal skilað eigi síðar en 31. maí nk. Umsóknir verða lagðar fyrir frístunda- og menningarnefnd sem gerir tillögu til bæjarráðs eigi síðar en 15. september.

Umsóknareyðublað má finna á íbúagátt GrindavíkurbæjarHér má finna verklagsreglur vegna styrkjanna. 

Allar nánari upplýsingar veitir Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs gegnum netfangið eggert@grindavik.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun

Fréttir / 27. mars 2024

Kalt vatn: Stađan eftir 25. mars 2024

Fréttir / 25. mars 2024

Lyklaafhending lokuđ yfir páskana